Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Birtast óvænt ?

Hélt að það þurfi að samþykkja ef að sá sem þú ert að spjalla við ætlar að nota vefmyndavél ? Eða er ég alveg orðinn alveg "out of date" í msn Errm

Vil samt taka það fram að ég er alls ekki að réttlæta þennann gjörning sem við komandi virðist hafa haft í frammi. En auðvitað eru þeir sem samþykkja að spjalla við þennann aðila og nota vefmyndavél þá er það ekki þar með sagt að aðilanum sé leyft að bera sig. En ég held að vefmyndavél birtist ekki óvænt á skjánum nema með samþykki þess sem er við tölvuna.


mbl.is Bera sig í vefmyndavél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já vaxandi vandamál

Það er ekki spurning að tölvufíkn er vaxandi vandamál, hvort sem hún tengist leikjum eða internetinu og spjallforritum.

Það eru ansi margir sem eyða alltof miklum tíma fyrir framan tölvuna í notkun á spjallforritum, halda að þeir séu að missa af einhverju ef þeir eru ekki "online". Fara svo varla út úr húsi til að hitta vinina en eiga nánast öll samskipti við þá á netinu. Öfgarnar eru svo miklar og auðvelt að hrífast með enda er þetta tiltölulega nýtt og spennandi form á samskiptum. En vonandi sjá flestir aðsér og nota þetta í hófi, því það er bara viðkomandi einstaklingur sem stjórnar því hvað hann er lengi fyrir framan tölvuna. Foreldrar geta auðvitað takmarkað notkun barna og unglinga á tölvu og netinu og borgar sig að gera það strax svo ekki verði um árekstra og deilur út af því. Best er að slökkva á routernum svo að ekki sé hægt að vera á netinu, hafa það fastákveðið td útfrá svefnþörf.

Svo er svipað með leikina, ef þú ert dottin í netleikina þá er rosalega erfitt að hætta að spila, einn leik einn og svo er klukkan orðinn alltof margt. Held að margir kannist við þetta en færri sem viðurkenna að þetta sé fíkn. Einstaklingsleikir eru oft þannig að þú hamast við að spila þá þangað til að þú "klárar" leikinn svo eru aðrir td svokallaðir manager/hlutverka leikir þar sem þú getur spila í það óendanlega. Eina sem stoppar fólk í að hanga í þeim er vinna og/eða skóli, auðvelt að panta bara pizzu og rétt hlaupa frá leiknum og taka á móti matnum og hendast í tölvuna aftur.

Ef það er verið að spila netleiki þá er hægt að stjórna því aðeins með því að slökka á routernum en erfiðara að stjórna þessum leikjum sem eru ekki á netinu þá er það bara takmörkun á tölvunotkun í heild sem virkar.

 


mbl.is Er tölvuleikjafíkn stórt vandamál?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugbúnaðarþjófnaður

Þessar tölur koma mér svo sem ekkert á óvart, hefði jafnvel trúað að þær væru hærri.  Alveg ótrúlegt þegar fyrirtæki með ansi góða veltu eru að standa í svona þjófnaði, en það er samt að breytast. Eins hefur verðlagning hjá Microsoft aðeins þokast nær veruleikanum sérstaklega í Office vöndlinum sem hægt er að fá fyrir um 15.000 krónur og má þá nota á 3 vélar heimafyrir. Áður var þessi pakki að kosta nærri 50.000 og þá bara fyrir eina tölvu. Ekkert skrítið svo sem að menn hafi fengið "lánaðar" útgáfur, en eftir þessa stefnubreytingu hjá Microsoft hefur salan á Office aukist mikið.

Það var oft hjákátlegt að verja það í fyrirtækjum, þegar maður var að setja upp netkerfi í þeim, að það þyrfti að kaupa hugbúnaðinn... Ekkert mál að kaupa skrifborð og stóla en hugbúnað, mátti ekki bara finna hann á netinu ?

Svo voru sumir svo flottir að þeir voru alveg tilbúnir að kaupa 5 pakka þó svo að t.d. 10-15 manns ættu að nota hann. En það runnu nú á þá tvær grímur þegar maður spurði hvort þeir vildu þá ekki bara kaupa 5 skrifborð og stóla á skrifstofuna.

 


mbl.is 22% Windows stýrikerfa illa fengin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oft var möst nú er nauðsyn

Allir að veita þessu athygli og hugsa aðeins um þetta, eins er nauðsynlegt að foreldrar hugsi aðeins um hvernig tölvunotkun og þá sérstaklega leikja og internet notkun hjá börnum/unglingum er háttað.

Held að mikilvægt sé að foreldrar fylgist vel með því hvaða leiki er verið að spila á heimilinu, sérstaklega ef börnin eru með tölvu í sínu herbergi. Það sama á við um netnotkun, held að besta ráðið sé það að börnin fái ekki að vera á netinu nema á tölvu sem er í "almenningi" það er þar sem aðrir ganga um. Það er ákveðin vörn í því að þau séu ekki að pukrast með eitthvað.

Svo eru líka til forrit sem fylgjast með netnotkun og eins er hægt að stilla sum þeirra þannig að þau banni ákveðin orð.

Mikilvægast er þó fræðsla umfram boð og bönn, foreldrar þurfa að setja sig inn í áhugamál barna sinna og þá hvað þau eru að gera á netinu. Ræða við þau um hvað sé hættulegt í samskiptum á netinu og hvernig eigi að "passa" sig þar. En geri mér grein fyrir því að almennt er sennilega ekki nægileg þekking hjá foreldrum á netinu og hættunum þar, því er svona herferð nauðsynleg.


Oft var möst nú er nauðsyn

Allir að veita þessu athygli og hugsa aðeins um þetta, eins er nauðsynlegt að foreldrar hugsi aðeins um hvernig tölvunotkun og þá sérstaklega leikja og internet notkun hjá börnum/unglingum er háttað.

Held að mikilvægt sé að foreldrar fylgist vel með því hvaða leiki er verið að spila á heimilinu, sérstaklega ef börnin eru með tölvu í sínu herbergi. Það sama á við um netnotkun, held að besta ráðið sé það að börnin fái ekki að vera á netinu nema á tölvu sem er í "almenningi" það er þar sem aðrir ganga um. Það er ákveðin vörn í því að þau séu ekki að pukrast með eitthvað.

Svo eru líka til forrit sem fylgjast með netnotkun og eins er hægt að stilla sum þeirra þannig að þau banni ákveðin orð.

Mikilvægast er þó fræðsla umfram boð og bönn, foreldrar þurfa að setja sig inn í áhugamál barna sinna og þá hvað þau eru að gera á netinu. Ræða við þau um hvað sé hættulegt í samskiptum á netinu og hvernig eigi að "passa" sig þar. En geri mér grein fyrir því að almennt er sennilega ekki nægileg þekking hjá foreldrum á netinu og hættunum þar, því er svona herferð nauðsynleg.


mbl.is Jákvæð og örugg netnotkun í stað eineltis og svívirðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræður klámið ?

Vissulega verður athyglisvert að fylgjast með hverngi þetta kerfa stríð á milli Hd-DVD og Blu-ray endar. En það er ljóst að klámið hefur margt á sinni samvisku, eftir að dot net bólan sprakk þá réð klámiðnaðurinn flesta bestur vefarana í sýna þjónustu. Þeir hafa svo séð til þess að það var bylting í framsetningu video á netinu ásamt fleiru. Það skildi þó aldrei verða svo að afstaða Sony ( eiganda Blu-ray ) yrði til þess að klámið réði enn einu sinni mestu um framþróun á myndefni á netinu sem og í heimilisgræjunum ?
mbl.is Mun klámið ráða úrslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plís - bjóðið mér að prufa Joost

Nánast of gott til að vera satt - þannig að maður drífur sig náttlega í að skrá sig og sjá hvað þetta mun bjóða uppá... Óttast samt mest hvað verður í boði, er nú ekki rosalega hrifinn af þeim stöðvum sem eru í boði í dag hérna á ísalandinu.

Núna vantar bara einhvern til að bjóða mér að prufa herlegheitin - svo ef þú er aflögufær um boð endilega bjóddu mér :-)


mbl.is Stofnendur Skype ýta úr vör ókeypis netsjónvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað verður þá um ég heiti og klukkan er ?

Held að ansi margir myndu hlusta á svona stöðvar hér, ansi margir búnir á fá leið á sjálfumglöðum útvarpsmönnum sem í tíma og ótíma staglast á því hvað þeir heita, á hvaða útvarpsstöð þú ert að hlusta á og svo hvað klukkan sé - varla að þeir hafi tíma í að kynna næsta lag.

 


mbl.is Ný tegund útvarpsdagskrárgerðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruslpóstur ?

Sé fyrir mér miklu vinnu hjá okkur tölvunördunum :-) - Hugsa að ansi margar ruslpóstsíur verði í vanda með póstinn frá MI5 og hann nái ekki til allra sem eiga að fá hann. Svo er líka gott að vera hryðjuverkamaður og frétta með þeim fyrstu hvenær maður á að bakka út Smile
mbl.is Breska leyniþjónustan býðst til að senda hryðjuverkaaðvaranir í tölvupósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband