Færsluflokkur: Ferðalög

munur á dísel og bensíni ?

Getur einhver sagt mér af hverju þessi rosa munur er á bensíni og dísilolíu í verði ? Hann stigmagnast og fyrir ekki löngu var verðið svipað ef ég man rétt en núna um 17 krónur miðað við smá verðkönnun í dag. Átta mig ekki á af hverju þarf að hækka altaf dísel um krónu eða meira umfram bensín þó svo að hækkunin sé "bara" 2-3 krónur.

 

 


mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar fór síðasta hálmstráið

Hélt að Atlantsolía ætlaði að reyna að halda ákveðinni fjarlægð frá samráðsfurstunum í olíufílabeinsturnunum en það virðist því miður vera að þeir ætli bara að vera eins Shocking

Hvar á maður þá að versla ?


mbl.is Atlantsolía hækkar einnig eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

aha fattaði það

Nú fattaði ég af hverju það var svona gríðarleg stemming á báðum/öllum landsfundum stjórnmálaflokkana um helgina. Auðvitað voru fengnir flugfarmar af erlendu fólki til að fylla upp í sætin á þingunum.
Heyrðist mikið rætt um fjölda lífvarða á samfó þinginu, sennilega hefur einhver frægur verið það, var ekki líka smalað einhverjum flokkstrúbræðrum/systrum frá norðurlöndunum ? - varla hafa þeir ferðast með láfargjaldaflugfélögunum.

mbl.is Margar einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju var nú um að kenna ?

Var :

  • brjálað veður
  • fljúgandi hálka
  • ofsaakstur
  • nagladekk
  • ekki nagladekk
  • ölvun
  • bara einbreiður vegur
  • bara tvíbreiður vegur
  • tveir + einn vegur
  • svifryk

Eða hvað olli þessum árekstri ?

Skildi þó aldrei vera að eitthvað af þessum umferðaróhöppum sé okkur ökumönnum að kenna ?

 


mbl.is Engan sakaði í fjögurra bíla árekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hvernig dekkum voru þeir sem lentu útaf ?

Kanski nagladekkin hefðu bjargað - eða hvað ?


mbl.is Tafir og umferðaróhöpp einkenndu umferðina í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskur heimskari heimskastur

Það er það skásta sem mér dettur í hug - loka svona menn inni, hleypa þeim út þegar það hafa orðið umferðarslys og hafa þá í miðri aðgerð. Fara kanski þá að hugsa sinn gang.
mbl.is Myndir af mótorhjóli á ofsahraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úff ekker smá kvikyndi þetta monster !

Ætli vegirnir sem voru eknir hafi þolað allan þennann þunga ? 160 tonn er alveg þokkalegt þó svo að það deilist niður á 13 hásingar. Efast um að vegir sé gerðir fyrir slíkann öxulþunga en er svo sem ekki sérfróður um það mál.


mbl.is 117 tonna ýta komin til Krísuvíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skotinn við sólarupprás

Er það ekki eina ráðið á svona vitleysinga ?

Sektir virðast ekki ver nægar, það er ekkert sem stoppar þessa ökunýðinga. Hugsa að ráðið væri að skilda þá í smá samfélagsvinnu....:

  • Vinna á slysadeild - fengju þá kanski smá nasaþef af því hvað umferðarslys eru.
  • Námskeið þar sem farið færi í afleiðingar glannaaksturs, janfvel vímuvarnarnámskeið í leiðini

 Þetta eru bara smá hugmyndir, en er ekki eitthvað svona sem dugar best, gera mönnum greyn fyrir hugsanlegum afleiðingum af svona vitleysingsakstri, ég vil meira að segja kalla þetta tilraun til manndráps/sjálfsmorðs. Það hlýtur að hrista aðeins upp í mönnum og hjálpa þeim til að átta sig á hlutunum.

Svo er löngu kominn tími til að setja upp æfingabrautir þar sem menn geta keyrt hratt á lokuðum brautum og fengið smá útrás á leikföngunum sínum. Eins hægt að nýta þessar brautir í ökukennslu, en það er ljóst að eitthvað þarf að gera því þetta er að verða daglegur viðburður að lesa fréttir af svona ofsaakstri.

 

 


mbl.is Veittu bifreið eftirför í tvær klukkustundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður vegur

En er hann nægilega grænn ?

Það verður erfiðast að selja þessa hugmynd öllum nýgrænum sem hafa sprottið fram á sjónarsviðið undanfarið. Það virðist enginn vera maður með mönnum nema vera umhverfisgrænn eða var það umhverfisvænn ? - hvað um það allt er vænt sem vel er grænt Smile

Hef samt svolítið á tilfinninguni að ansi margir af þessum nýgrænu hugsi ekki um umhverfisvernd af fullri alvöru, séu svona meira að vera með því það sé í tísku að vera grænn.  Hef ekki orðið var við aukningu á umhverfisvænum bílum td, nei það er enginn maður með mönnum nema vera á sem stærsta jeppanum á stærstu dekkjunum svo hann nái nú að eyða nógu miklu af eldsneyti.


mbl.is Segja arðsemi nýs Kjalvegar vera 5,6 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snemma beygist krókurinn

Hvað var svona merkilegt við þetta loftljós sem stolið var úr bílnum ? Líka skrítið að einhver steli radarvara eftir ófarir eins í byrjun mánaðarins.

Annars lyktar þessi frétta af gúrkum Smile 


mbl.is 9 ára stúlkur staðnar að búðarhnupli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband