Alvarlegt mál

Ef þetta er satt að myndbirtingarnar sem voru niðurstaða "perraveiða" tveggja einstaklinga eru að hluta til falsaðar er það mjög alvarlegt mál. Vonandi kemur niðurstaða í þetta mál hið fyrsta, og aðrir hugsanlegir perraveiðarar hugsi sig aðeins um eins og lögregla hefur farið fram á. Þetta mál er án efa vandmeðfarið og ef ég tók rétt eftir þá má lögreglan ekki beita tálbeitum til að leita uppi hugsanlega kynferðisafbrotamenn gegn börnum. Þessir aðilar sem Kompás fletti ofanaf hafa í raun ekkert rangt gert í tilliti lagana, en sýnt einbeittan brotavilja eins og það er kallað.

Held að við foreldrar ættum að snúa okkur að því að fræða börnin okkar um rétta notkun á netinu, og brýna það fyrir þeim að hleypa ekki hverjum sem er að sem "kontöktum" í msn-spjallforritinu. Leggja blátt bann við því að þau hitti einhvern sem þau hafa kynnst á netinu nema undir eftirliti og með leyfi foreldra. Foreldrar verða líka að takmarka notkun barna á netinu og þann tíma sem þau eyða í tölvu, orð Íþróttaálfsins í Latabæ eiga hérna við.

 

 


mbl.is Hefur kært myndbirtingar á netinu til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband