Loksins búið að ákveða fyrir mig hvað ég á að kjósa

Eða þannig. Rakst á atyglisverða heimasíðu xhvað.bifrost.is. Þar getur maður tekið smá próf/könnun á afstöðu til margra málefna og svo fær maður að vita niðurstöðuna á því hvaða flokkur samræmist best skoðunum manns.

Niðurstaðan mín var þessi:

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 43.75%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 12.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 52%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 50%

Svo það er "ljóst" að ég kýs Frjálslyndaflokinn Smile

Eða hvað ? - held að ég sé ennþá jafn óákveðinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Sammála öllur = Samfylkingin, en ósammála öllu er Vinstri grænir. Athyglisvert.

Friðrik Þór Guðmundsson, 6.5.2007 kl. 16:19

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta eru mjög athygliverðar niðurstöður svo ekki sé nú dýpra í árina tekið stuðningur þinn við flokkana samtals er því 215,75% svo ég er ekki hissa á því að þú sért óákveðinn. 

Við hittumst á morgun og ég skal með glöðu geði segja þér hvað þú átt að kjósa og þú tekur mark á mér svo er málið er dautt  

Páll Jóhannesson, 6.5.2007 kl. 16:42

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Sæll Rúnar. Ég skora á þig að taka meiri samfélagslega ábyrgð en að fara eftir þessari könnun, he he  .... ráðlegg þér að prófa að svara öllum spurningunum "Mjög sammála" og svo á eftir að svara öllum spurningum "Mjög ósammála" þá sérðu af hverjum þessi könnun er samin. Hlutlaus könnun, nei ég held hún sé eins langt frá því og hún getur verið....

Hólmgeir Karlsson, 6.5.2007 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband