Getuleysi KSI ?

Hvað á að kalla þennan gjörnin að afhafast ekkert í málinu ?

Er allt í lagið að menn haga sér eins og fífl ( ef eitthvað er að marka hluta ummæla leikmanna liðana um framferði andstæðingana ) og svo fyrst liðin ná sáttum þá er bara allt í lagi og allir brosa ?

Finnst þetta ekki vera rétt skilaboð, allt í lagi að haga sér eins og vitleysingur svo framarlega sem menn ná sáttum eftirá, hver eru skilaboðin með þessu ?


mbl.is Mark ÍA stendur og sættir hafa náðst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Ég er innilega ósammála. Hvað á KSÍ að gera? Afhverju ætti að leika leik aftur,  eins og margir vilja, sem fór algjörlega fram s.kv. settum reglum?


Ef að þessi leikur hefði verið endurtekinn lægi þá ekki beinast við að endurtaka fleiri leiki? T.d. leik Chelsea og Liverpool í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu árið 2005? Þá vann Liverpool leikinn á marki sem var jafnvel aldrei skorað. Eða þá Svíþjóð-Ísland í byrjun seinasta mánaðar. Þar var skorað óhefðbundið mark sem að var í vissum skilningi grundvallaður á "óheiðarleika". Á ekki að endurtaka þann leik einnig? Þessi íþrótt gengur út á það að skora fleiri mörk en andstæðingurinn. Það gerði ÍA. Það eina sem eftir stendur er að ÍA hefur beðist afsökunar á því að þetta atvik hafi ekki grundvallast á heiðarlegum leik. Það má því kannski segja að skilaboðin eru sú að ÍA eru óheiðarlegir.

Ólafur Guðmundsson, 17.7.2007 kl. 20:58

2 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Minnist ekkert á að það eigi að endurtaka leikinn - ekki orði. Heldur gagnrýni tviskinnungsháttinn að segja að framferði leikmanna eftir leikinn sé í lagi, þar sem menn náðu sáttum - bara fatta þetta ekki.

Skilaboðin eru þá þessi að það er í lagi að láta eins og menn gerðu og svo er bara allt í lagi þar sem menn sættast eftir leik ?

Hvað ef ég næ sáttum við td Guðmund sem ég braut á í síðasta leik og fékk rautt spjald, sleppir þá aganefnd KSI að dæma mig í bann ef ég næ sáttum við þennan ímyndaða Guðmund ?

Rúnar Haukur Ingimarsson, 17.7.2007 kl. 22:27

3 Smámynd: Mummi Guð

Það er voða lítið sem KSÍ getur gert í þessu máli. Það voru engar reglur brotnar þó ÍA hafi sýnt mikinn óheiðarleika.

Á síðustu tveim árum hefur allt orðið vitlaust á leikjum ÍA og Keflavíkur tvisvar sinnum. Í fyrra lentu Guðmundur Mete og Hjörtur Hjartar saman. Keflavík klagaði Hjört til KSÍ og KSÍ bað félögin og leikmennina að ljúka málum innan KSÍ og hvað gerir Hjörtur, hann fer beint í Kastljósið og segir það sem honum fannst hafi gerst. Eftir það gat KSÍ ekki látið málið niður falla og dæmdi þá báða í leikbönn. Hjört í 2 leiki og Mete í 1. Ég veit það ef Hjörtur hefði ekki farið í Kastljósið hefði enginn fengið leikbann.

Núna gerist svipaður hlutur. Þetta óheiðarlega mark er skorað og menn segja ýmislegt eftir leikinn. Sem er kannski afsakanlegt, viðtölin voru tekin í hita leiksins. Kristján og Guðjón segja eitthvað sem betur hefði verið ósagt. Daginn eftir er reynt að miðla málum og félögin eru beðin um að fara rólega í fjölmiðla og hvað gerist. Þeir feðgar Bjarni og Guðjón mæta í viðtöl á Rás2, Bylgjunni, Minni Skoðun og bóka sig síðan í beint viðtal bæði í Íslandi í dag og kastljósinu. Það er tekið viðtal við fyrirliða Keflavíkur og það er sýnt á myndbandi svo Guðjón og Bjarni geta svarið fyrir það sem hann segir, en enginn Keflvíkingur fær að svara fyrir sig.

Ekki að ástæðulausu þá fer öll umræðan að snúast um óheiðarleika Keflvíkinga. Er það vegna þess að Skagamenn stjórna umræðunni um þennan leik vegna þess að Keflvíkingar vildu fara að ráðum KSÍ og leysa málin innan frá en ekki í fjölmiðlum.

Það sjá það allir nema hörðustu Skagamenn að það voru þeir sem gerðu rangt og spiluðu af óheiðarleika. KSÍ áminnti ÍA líka í dag fyrir þetta. Það sem eftir stendur eftir þennan leik er að Skagamenn spila óheiðarlega. Þeir unnu þennan leik með svindli. Í yfirlýsingu KSÍ þá eru leikmenn ÍA ávíttir fyrir það og sagt að svona lagað .egi þeir ekki gera aftur.

Af hverju voru Keflvíkingar ekki ávíttir fyrir sinn hlut í þessu máli? vegna þess að þeir gerðu ekkert rangt og það sem meira er, þeir gerðu það sem KSÍ bað þá um að gera.

Mummi Guð, 18.7.2007 kl. 00:07

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Com on strákar -

Páll Jóhannesson, 18.7.2007 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband