Bless bless Óli

You are my Solskjaer,
My Ole Solskjaer,
You make me happy,
When skies are grey,
And Alan Shearer, Was fucking dearer,
So Please don't take, My Solskjaer, Away.....

Þar fór samt svo þó maður hafi vonað fram á síðustu stundu að maður gæti fagnað fleiri mörkum kappans. Hann er löngu orðin goðsögn á meðal okkar United manna, man ennþá þegar ég skrifaði þetta um hann sem nýjan leikmann í fréttabréf Stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi......

 "Það vakti mikla athygli í Englandi þegar Ferguson keypti þennan óþekkta leikmann, því aðeins 18 mánuðum áður en hann var keyptur til United var hann að spila með 3ju deildar liði í Noregi. Ole er fæddur þann 26. febrúar 1973 og hefur spilað með FK Clausenengen ( í 3ju deild) og Molde.  Hann hefur spilað 7 landsleiki og skorað í þeim 4 mörk. Ole hefur vakið verðskuldaða athygli með United og það hafði enginn átt von á svona byrjun hjá honum. Hann stimplaði sig strax inn með varaliðinu og setti hat-trick og fór svo í aðalliðið og byrjaði að skora og skora. Ferguson sagðist hafa búist við að hann þyrfti nokkra mánuði til koma sér í gang en stákurinn hefur fallið strax að leik liðsins. Ole skoraði 13 mörk í 21 landsleik fyrir U21-árs lið Norðmanna og hann skoraði 20 mörk í 26 leikjum með Molde." ( Fréttabréf Stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi 1. tölublað 3. árgangur )

Óli mun sem betur fer halda áfram á Old Trafford, hann hefur verið í þjálfarateymi félagsins og vonandi tekst honum að miðla af ótvíræðum hæfileikum sínum.

 


mbl.is Alex Ferguson: Mikil eftirsjá að Ole Gunnari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband