Hver kaus þennan nýja meirihluta ?

Maður veltir fyrir sér tilgangi kosninga núna í kjölfar þessa skrípaleiks. Alveg óháð því hvort mönnum finnist að það ætti að skipta út manni í Símaauglýsingunni og setja Binga sem Júdas þá veltir maður fyrir sér af hverju að skipta um meirihluta eða hvað þessi gjörningur er kallaður.

Ef ríkjandi meirihluti fellur af hverju segir hann ekki bara af sér og nýjar kosningar boðaðar ? er það ekki lýðræði ?

Finnst þessi skrípaleikur undanfarið snúast um gremju R-lista fórkólfanan með Don Alfreð í fararbroddi að hafa misst Reykjavík í síðustu kosningum en og því að ná að hefna sín á sigurvegurum sömu kosninga - tapsárir er orðið.

Auðvitað er þetta skurmskæling á lýðræði og snýst bara um að komast að völdum hvað sem það kostar og já æi þarna fíflin kjósendur þið ráðið engu.


mbl.is Svandís: „Valhöll getulaus í erfiðum málum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Rúnar, maður kýs ekki meirihluta heldur flokk. Ég hélt að það væri á tæru. Nýji meirihlutinn er þó með meirihluta atkvæða á bak við sig en sá gamli var bara með 47%. Það var einkennilegt lýðræði en nú er þó búið að laga þann lýðræðishalla:) Annars mætti mín vegna kjósa aftur núna. Ég er viss um að íhaldið myndi kúka í buxurnar og uppskera stórtap en Vinstri græn með Svandísi í farabroddi vinna stórsigur. Hún hefur staðið sig frábærlega og mun gera það áfram. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 13.10.2007 kl. 09:16

2 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Alveg sammála þér með kúkin í buxunum, finnst bara eftir því sem árin færast yfir og hárunum fækkar að lýðræði sé eitthvað drasl í augum margra og þá ansi margra stjórnmálamanna.

Við sjáum það nú ansi oft hérna í okkar annars ágæta heimabæ sigurvegarar síðustu kosninga eru nú ekki að hafa mikil áhfrif í meirihlutanum hérna  

Til hvers að vera að kjósa sinn flokk þú ræður svo engum um hver stjórnar eftir kosningar stjórnmála menn bara  framan í úrslitin bara til að komast að völdum.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 13.10.2007 kl. 09:27

3 identicon

Samkvæmt sveitastjórnarlögum er ekki heimilt að boða til kosniga á miðju kjörtímabili, nema að sveitafélög hafi sameinast. Þetta er alveg skýrt.

Þetta er síðan allt öðruvísi á alþingi.

Ingi Björn (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 10:39

4 identicon

Það er með ólíkindum hvernig þú skrifar Hlynur.

Svandís á núna að ( rannsaka ) og dæma í egin máli er það lýðræði ?

Svandís sat hjá og studdi þar með meirihlutann í kosningu um þetta mál ( Því greiddi hún ekki atkvæði á móti, fróðlegt væri að fá svar eða útskýringar á því )

Og hversvegna er ekkert talað um stjórnarmann Samfylkingar og Binga sem samþykktu þennann gjörning en ekki bara Gamli góði Villi.

Þessi umræða er algjörlega útí hött það er eins og Villi hafi gert þetta einn og hvað með stjórnir þessara félaga sem sömdu þetta allt og settu leikritið á fót eiga þær að sitja áfram, eg segi néi reka þá alla sem einn.

Ægir Ármannsson (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband