Þjálfaradagarnir taldir ?

Einhvern veginn finnst mér þessi ummæli Geirs benda til þess að dagar Eyjólfs í sæti landsliðsþjálfara renni út um leið og samningur hans. Geir hefur verið skeleggur í að styðja þjálfarann í gegnum súrt og sætt fram að þessu.

Annars hefur mér nú fundist KSI oft taka ansi skrítnar ákvarðanir og þær stofnanir sem undir þeirra hatti eru, nýjasta dæmið var þegar síðasti leikur Þórs og KA í 1. deildini fór fram klukkan 17:15 á föstudegi þann 28. september. Að vísu þarf að taka með í reikninginn að það er farið að skyggja ansi snemma. En það sást á aðsókninni á leikinn að það er glórulaust að spila leiki á miðjum degi þegar þorri fólks er að vinna til 18 og á þá eftir að ganga frá á vinnustað og koma sér svo á völlin.

Sektir uppá 10 þúsund sem þjálfarar voru dæmdir í fyrir að hrauna ódáðahraun yfir dómara að leikjum loknum í fjölmiðlum var allt og sumt sem þeim datt í hug og er varla til þess fallið að menn láti af þeirri iðju.

Fleir atriði sem koma frá þessu stærsta og ríkasta sérsambandi eru ansi skrautleg en nenni bara ekki að rifja þau upp hérna og ergjast yfir því í leiðini - maður á jú að horfa fram á veg en ekki dvelja í fortíðini.Smile

 


mbl.is „Þjálfarinn ábyrgur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst eðlilegt að skipta um formann KSÍ við þetta tækifæri.  Við þurfum þekktan og skemmtilegan mann sem nýtur lýðhylli og hrífur fólk með sér í stuðning við knattspyrnuna og landsliðið.  Það vantar svona Sigga Sveins týpu, skemmtilegan og hressan einstakling sem líka stendur fyrir opinni umræðu um knattspyrnuna og pukrast ekki með hlutina. Geir á að hætta, engin spurning.  Reynum að finna heppilegri mann.................t.d Logi Ólafsson gæti verið kostur??

Birgir Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband