Af hverju þessi munir á bensíni og dísel ?

Það er nú ekki rosalega langt síðan dísel var aðeins ódýrara en bensín, hvað hefur breyst ?

Veit einhver hvaða forsendur liggja að baki þessari breytingu, er ríkið að stýra þessu þannig að fleiri noti bensín ?

Hefur umræðan á síðustu árum ekki verið á þá leið að útblástur dísel sé umhverfisvænni en bensín útblástur ?

Hvar er þessi blessaða ríkisstjórn núna, auðvitað er lag að stýra þessu með sköttum eins og allir vita en spurningin er hins vegar um vilja. Hef einhvern veginn á tilfinningunni stjórnin vilji bara hafa þetta svona og sitji því aðgerðalaus.

PS Muna svo að Atlantsolía er ekki eins og hin félögin ! eina samkeppnin af viti frá þeim, munið líka hvaða olíufélög eru oftast að leiða verðhækkanirnar ... eru það ekki Skelfing ( Skeljungur ) og ekkineinn eða enneinn eða hvað þetta þarna gamla esso heitir í dag

--- tek fram að ég hef enga hagsmuna að gæta varðandi Atlantsolíu jú nema vilja hafa það fyrirtæki áfram í virkri samkeppni

 


mbl.is Bensínið í 141,80 kr. og dísil í 149,80
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta er afar undarlegt mál ég get tekið undir það með þér. En er þetta ekki bara einelti í þinn garð, loksins er þú keyptir þér olíubíl þá fýkur verðið upp í hæstu hæðir.

Páll Jóhannesson, 7.3.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband