Lífshættulegt

Úff gott að maður átti ekki hagsmuna að gæta þarna, efast um að pumpan hefði þolað það að eiga eitthvað undir í leiknum Smile

Gott að vera bara áhorfandi heima í stofu, en þvílík auglýsing fyrir körfuboltann sem þessi leikur var - tær snilld. Verður oftar og oftar hugsað til þess hvernig maður "nennir" að glápa alltaf á fótboltaleiki þar sem harla lítið gerist - og svo þvílíkt aksjón sem maður upplifir í skemmtilegum körfuleikjum.

Karfan er íþróttin, endanlega sannað fyrir mér í kvöld, ..... hugsa samt að ég horfi á upptöku af mínum mönnum í United vinna Arsenal síðasta sunnudag á eftir. En veit svo sem fyrir víst að það verður ekki jafn gaman og að horfa á körfuleikinn í kvöld.

Til hamingju Snæfell og Grindvíkingar eiga hrós skilið fyrir sinn part í þessum frábæra leik. 


mbl.is Snæfell í úrslit eftir frábæran endasprett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Vá! þvílíkur leikur í Hólminum - ég var búinn að afskrifa Snæfell í upphafi 4. leikhluta þegar þeir voru komnir 19 stigum undir Þetta var svo sannarlega háspenna/lífshætta.

Sama má eiginlega segja um leik þinna mann gegn Arsenal um helgina frábær leikur hjá báðum liðum. Ef sigurinn hefði dottið hinum megin þá hefði það líka verið sanngjarnt svo jafnt var á með þessum liðum - umfram allt skemmtilegur leikur...

Páll Jóhannesson, 14.4.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband