Úbs var klukkaður

Pétur Guðjóns - sá mikli snillingur og gamall vinur af rúntinum í denn - klukkaði mig og það dugar ekkert að skorast undan. Sérstaklega þar sem hann er svolítið klikk, heldur með KA og Liverpool Tounge

 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Ekki fjölbreitt störf sem ég hef unnið - man eftir tveimur

  1.  Vinnsla mjólkur hét það á launaseðli ef ég man rétt 10 sumur í mjólkursamlaginu
  2. Tölvuþjónusta - úff ætli það séu ekki komin ein 18 ár ef ekki meir Blush

 

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.

Æi var nú betri í bíómyndunum, er í grúbbu á andlitsbókinni sem heitir  "Ég borga ekki 1050 kr í bíó!," - segir kannski eitthvað um álit mitt á bíóferðum. Þessar tvær efstu eru bestu bíómyndirnar sem ég hef horft á og hinar komu fyrst upp í hugann yfir þær sem ég hef hvað mest grenjað af hlátri yfir 

  1. Dead Ringers
  2. The Last Wave
  3. The Naked Gun - fyrsta myndin
  4. I'm Gonna Git You Sucka 

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Er náttlega Akureyringur og alltaf búið þar nema þegar ég fór í útlegð suður í skóla. Bjó þar á nokkrum stöðum - Hraunbænum, Háleitisbraut, Súlunesi, Rekagranda. Listinn hérna er í tímaröð

  1. Lyngholt  - Akureyri
  2. Stórholt - Akureyri
  3. Hraunbær - Reykjavík
  4. Fagrasíða - Akureyri, núverandi heimili

 

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

 Æi - er voðalítill sjónvarpsáhorfari - íþróttir eru það eina sem dregur mig af sjónvarpinu - set bara það nýjasta sem ég hef eitthvað horft á - engin sérstök röð á þessu

  1. Vincent
  2. Svartir englar
  3. Útsvar
  4. Breskir sakamálaþættir á RUV

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum :

 Tek útlandavinkilinn á þetta

  1. Manchester Englandi
  2. Þýskaland
  3. Spánn
  4. Danmörk

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg :

  1. thorsport.is
  2. Karfan.is
  3. ljosmyndakeppni.is
  4. mbl.is

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

  1. Lambakjöt
  2. Ora fiskibollur úr dós
  3. Skyr
  4. Season all fiskrétturinn 

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

Úff - segi og skrifa ....................

  1.  Windows server 2008 ca 1500 blaðsíður - glugga ansi oft í hana en aldrei lesið spjaldanna á milli
  2. Veiðiflugur Íslands
  3. og 4. ýmsar ljósmyndabækur

Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka

Þessir herramenn sem ég ætla að klukka tengjast allir körfubolta á einn eða annan hátt

  1. Rúnar Birgir Gíslason
  2. Gunnar Freyr Steinsson
  3. Snorri Örn Arnaldsson
  4. Hannes Jónsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Guðjónsson

Góður. Mér þótti merkilegast þetta með Ora fiskibollurnar.....hehehehehe. Áfram KA og Liverpool

Pétur Guðjónsson, 24.9.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband