"Hálvitar"

Satt að segja bjóst ég við smá hugsun hjá þessu blessaða alþingi. Nei ýta upp vísitölunni svo lánin og allt hækki, auma liðið sem situr á alþingi. Er ekki mælirinn loksins fullur ??

Held að það væri bara best að skunda á alþingi og henda þessu pakki bara út, er alveg gáttaður á því að einhver skuli, skv. skoðanakönnunum undanfarið, ætla að kjósa þessa kóna sem eru í ríkisstjórn. Vissi svo sem að það væri alltaf fast fylgi við stuttbuxna gengið kennt við Valhöll en að menn séu svona blindir á Samfó er með gjörsamlega óskiljanlegt. Ég hef kosið báða þessa flokka undanfarið og skal taka þá ábyrgð og mun ekki í náinni framtíð kjósa þá aftur.

Finnst kominn tími á nýja og ferska hugsun í stjórnmálum, menn beri ábyrgð á athöfnum og fatti að það að taka ábyrgð sem stjórnmálamaður fellst ekki í því endilega að gera eitthvað saknæmt. Samt þurfum við kannski ekki alveg að fara sænsku leiðina þar sem það nægir að borga taxa með vitlausu korti til að segja af sér - tja kannski væri alveg rétt að fara þá leið ? 

 


mbl.is Þrýsta vísitölunni upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér varð nú bara hugsað til Öxar við ánna: ..skundum á Þingvöll og treystum vor heit....

Það er komin tími á að þjóðin skundi á Þingvöll og endurstofni þá virtu stofnun sem Alþingi eitt sinn var. 

Anna (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 09:27

2 identicon

Gætum kannski skundað á Þingvöll og dregið fram fallöxina og skoðað drekkingarhyl betur..hmm..en án alls helvítis kjaftæðis hvað eigum við að gera??

Ríkisstjórnin gengur blindandi um þessa daganna með eyrnarmerginn í eyrunum..heyrir hvorki né sér ástandið og óánægjunna í þjóðfélaginu bullar bara um að setja þetta og hitt í nefnd hvortsem það eru bankarnir, fjármálastofnanir eða eitthvað annað það er ekkert í rauninni að gerast því það veit engin hvað á að gera og ef það eru einhverjir gáfumenn í þjóðfélaginu sem koma með hugmyndir þá er ekki á þá hlustað?? afhverju ekki?? Er ríkisstjórnin kannske spillt og á launum hjá "einhverjum" öðrum en okkur fyrir það að gera ekki neitt og þykjast ekki sjá neitt.. ..

Er ekki komin tími á eitthvað róttækt?? Það virðist allsstaðar þar sem komið er niður að hinar og þessar stofnanir ríkisins séu og hafa verið getulausar..Nú erum við kominn með allt niðrum okkur og kominn með andsk. IMF í bólið til okkar og er ég ansi hrædd um að þar sé á ferðinni HIV sýktur og kröfuharður rekkjunautur..

Ég segji kjósa núna og helst myndi ég vilja sjá nýjan flokk með þverskurð af ALVÖRU fólki sem er með menntun í því sem það á að gera..annars er ég alvarlega að spá í að flytja úr landi..en finnst ég ekki geta gert það því þetta er MITT land og HÉR eru ÞIÐ fólkið sem ég ELSKA..ég vill að eitthvað fari að gerast í alvöru!! Ég er til í að gera hvað sem er!

Helga Finnsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband