Það þarf að skipta um þjóð............

"Dagur segir að Samfylkingin sé að njóta þess að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi látið hendur standa fram úr ermum á sínum stutta starfstíma. Það sé ákall eftir áframhaldandi ábyrgð og festu við landsstjórnina. Síðan skipti máli að Samfylkingin er búin að leggja fram skýra sýn á það hvernig hægt sé að ráða fram úr málum og komast sem þjóð út úr kreppunni."

Já það má nú segja að núverandi stjórn hafi látið hendur standa fram úr ermum með að lengja í snörunni sem er um háls á flestum heimilum þessa lands. Annað er það nú ekki og ef þetta er það sem þjóðin vill þá þarf að skipta um þjóð !


mbl.is Njótum góðra verka ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: B Ewing

Hverjum er best treystandi fyrir stjórn landsins að þínu mati?

B Ewing, 9.4.2009 kl. 17:25

2 Smámynd: Einar Solheim

Það þarf a.m.k. að skipta um þau 25% sem ennþá - þrátt fyrir allt - ætlar sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Svo er það bara staðreynd að stór hluti þjóðarinnar veit og skilur að aðild að ESB er algjörlega nauðsynleg og því margir sem kjósa Samfylkinguna bara út af því að flokkurinn er afdráttarlausastur í afstöðu sinni til inngöngu í ESB. ...ég er einn þeirra.

Einar Solheim, 9.4.2009 kl. 18:03

3 Smámynd: Snoo Pingas UIC

Sæll Einar.

Þú gætir þó ekki verið svo vænn að segja í stuttu (eða löng) máli um hví það er svo nauðsynlegt að ganga í ESB og hvað hlýst af því sem telja má til kosta?

 Sjálfur hef ég ekki myndað mér skoðun um ESB, einfaldlega vegna þess að það ber ekkert á innihaldsríkum umræðum um aðildarviðræður eða inngöngu..  og ég er ekki maður sem tekur afstöðu vegna þess að fólk hvíslar að mér staðhæfingar um hve frábært eða skelfilegt apparat ESB er.

Snoo Pingas UIC, 9.4.2009 kl. 21:47

4 Smámynd: B Ewing

Tek undir að vissu leyti með Undalega nafninu hér að ofan.  Ég vil vita hvað er í boði, þá skal ég taka afstöðu með eða á móti, fyrr ekki. 

Viðræður ?  Fínt ! Frábært ! Þá er kannski loksins kominn einhver annar grundvöllur en sá sandkassaáróður sem dunið hefur yfir undanfarin ár varðandi kosti og galla ESB.

Varðandi 25%, þá ber ég vonir til þess að einhverjir af þessum 25% endurskoði hug sinn til SjálfsmútuFLokksins því síðasta könnun var gerð dagana náður en skíturinn lenti á viftunni í þessu máli.  Þeir sem enn standa með Spillingunni þurfa að fá farseðil í langtíma endurmenntunarnámskeið hjá þerapistanum magnaða Kim Jong Il.

B Ewing, 9.4.2009 kl. 22:25

5 Smámynd: Einar Solheim

Það er ótrúlega mikið fjallað um ESB og í raun hefur allt verið sagt sem þarf að segja. Margir kvarta yfir því að þeir viti ekki nóg, en það vantar ekki upplýsingar og mögulega þurfa menn bara aðeins að bera sig eftir þeim. Því miður er margir sem hafa mikla hagsmuni af því að Ísland gangi ekki í ESB, og þessir aðilar hafa í gegnum alla kanala dælt út vitleysu um ESB til að "plata" almenning til að verja þeirra sérhagsmuni. Sterkustu hóparnir sem hafa beitt sér gegn ESB aðild eru félagsmenn LÍÚ, enda telja menn sig þar á bæ hafa mikla fjárhaglega hagsmuni að gæta með því að ganga ekki í ESB. Þeir reyna jafnvel að telja almenningi trú um að þeirra hagsmunir og hagsmunir almennings gangi saman, en það er nokkuð víst að það er erfitt að finna sameiginlega hagsmuni LÍÚ og almennings á Íslandi. Þessir sömu forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækja berja sér svo á brjóst og tala um fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar, þegar reyndin er að þeim gæti ekki verið meira sama. Þeirra hlutverk er að græða pening fyrir sig og sína og það hlutverk taka þeir mjög alvarlega. Það hefur t.d. sannast nú þegar þessir sömu aðilar leita stöðugt leiða til að komast fram hjá gjaldeyrishöftum og ganga þar með bersýnilega gegn hag almennings til að auðgast á þeirra kostnað.

En svo við snúum okkur að ESB.

Íslenska krónan er sögulega veik mynnt. Þetta þýðir að frá upphafi krónunnar hefur hún stöðugt þróast í þá átt að verða veikari gagnvart helstu gjaldmiðlum. Við höfum sennilega ekki náð heilum áratug án þess að hafa þurft að beita gengisfellum, eða að gjaldmiðill okkar hafi tjónast á einhvern hátt. Þetta hefur í för með sér eftirfarandi vandamál:

- Útlendingar hafa ekki áhuga á því að eiga eignir á Íslandi. Útlendingar fást því ekki til að fjárfesta á Íslandi og verður því öll okkar atvinnusköpun að vera sjálfsprottin og takmarkast af því fjármagni sem við sjálf sköpum. Ástæðan er sú að útlendingar vilja ekki eiga krónur. Krónur falla í verði af því að það er sögulega veik mynnt og þarf því erlendur fjárfestir að ná betri árangri á Íslandi en annarsstaðar til að fá sömu fjárhæð út úr fjárfestingu sinni.

- Af því að krónan er óstöðug og verður stöðugt veikari, þá er verðbólga gefin. Ísland er mjög háð innflutningi, og þegar erlendur gjaldmiðill verður stöðugt dýrari, þá einfaldlega verður verðlagið að hækka til að halda í við veikingu krónunnar. Þetta þýðir að menn þora ekki að lána pening án þess að verðtryggja peninginn þar sem þeir sem á annað borð eiga fjárhagslegar eignir vilja auðvitað ekki að þær rýrni. Þetta þýðir einnig að þar sem að öðru óbreyttu á sér stað hér stöðug kjararýrnun sem kallar á stöðugan eltingarleik milli launahækkana og verðlagshækkana. Þessi eltingarleikur er dýr og eykur á óstöðugleikan. Hann gerir líka alla hagstjórn mun flóknari.

Í dag er vandamálið með krónuna orðið enn meira. Í dag vilja nefnilega ekki einusinni íslendingar eiga krónur. Margir af mínum vinum og félögum hafa reynt að koma sem mest af sínum eignum yfir í erlenda gjaldmiðla og kjósa frekar að eiga evrur og dollara undir koddanum vaxtalaust frekar en að eiga krónur ávaxtaðar í banka. Tiltrú og traust á krónunni er sem sagt algjörlega horfin - en e.t.v. áttar almenningur sig ekki á því hversu alvarlegt þetta er. Við búum við tvöfalt gengi krónunnar og ef við værum ekki með gengið falsað, þá væri evran nú í 220 kr. og það myndi líklega kalla á 20-30% verðbólgu til viðbótar næstu 12 mánuðina.

Vandamálið er því alveg gífurlegt og allir sem telja okkur eiga framtíð með krónu sem gjaldmiðil hafa annað hvort einhverja persónulega hagsmuni að gæta (LÍÚ) eða hafa einfaldlega ekki gert sér grein fyrir alvarleika málsins.

Nú er ESB ekki bara spurning um gjaldmiðilinn (þó svo að við VERÐUM að fá annan gjaldmiðil, þá VERÐUM við ekki að ganga í ESB). Það eru einnig fjölmargar aðrar ástæður fyrir því að æskilegt sé að ganga í ESB. Við erum eyja, en við erum ekkert eyland. Við erum hluti af Evrópu og við erum vestrænt velferðarríki. Í dag er heimurinn þannig að þjóðir sem telja sig hafa sameiginlega hagsmuni, þær flykkja sig saman um þessa hagsmuni í samtökum og með ýmisskonar samstarfi. Það er engin ástæða fyrir því að við eigum að hræðast ESB. Allar ástæður sem fram hafa komið GEGN ESB eiga upptök sín í lýðsskrum og misskilda hagsmuni. Ég er alveg til í að ræða það, en það verður í annari grein.

Einar Solheim, 9.4.2009 kl. 23:24

6 identicon

Tek undir með Einari. Það var ömurlegt að hlusta á rök afturhaldsmanna við þeirri spurningu hvort ekki mætti kana hvað væri í boði. Svörin voru eitthvað á þá leið að við þyrftum þess ekki, því við vissum alveg svörin. Þetta er eins og að vera með bland í poka og segjast ekki ætla fá sér vegna þess að maður sé viss um að það sé bara vont nammi í pokanum.

Valsól (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 00:45

7 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Sammála mörgu -það er eitt að fara í könnunarviðræður eða ákveða að sækja um og það sé það eina sem geti reddað málunum eins og Samfó er að setja fram.

Það er ekki hægt að taka ákvörðun um hvort ESB aðild sé það rétta fyrr en menn sjá hvað hægt er að semja um. Annað finnst manni bara tóm trúarbrögð ESB sinna eða andstæðinga. Förum í aðildarviðræður og svo þegar það er komin samningsdrög þá á að kynna þau hlutlaust og þjóðin á að fá að taka ákvörðun og meirihlutinn ræður eins og ávalt í lýðræðisþjóðfélögum.

-- EKKI bara sækja um sama hvað er í boð það er heimska --

Rúnar Haukur Ingimarsson, 10.4.2009 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband