Ubunto er ókeypis sem og OpenOffice

Skora á fólk að kynna sér Ubuntu stýrikerfið ( linux ) sem kostar ekki neitt og er komið í notkun hjá VMA á Akureyri. Einnig er OpenOffice skrifstofuvöndullinn frábær - gefur Office frá Microsoft lítið eftir og kostar ekki krónu.

 

  • http://www.ubuntu.com/
  • http://www.openoffice.org/
  • http://www.openoffice.is/  - leiðbeiningar um notkun

mbl.is Windows 7 kostar um 20.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Ubuntu er gæða kerfi, og vel flest sem fólk vantar að nota er fáanlegt ódýrt eða ókeypis fyrir Ubuntu. T.d. eru fleiri möguleikar í boði en bara OpenOffice (Abiword o.fl.).

Sumt er hins vegar ekki í boði, t.d. fáir leikir, takmörkuð 3d vinnsluforrit, lítið um góð hljóðvinnslu og myndvinnsluforrit (atvinnu).

Síðan fyrir makka menn þá er stýrikerfið hjá þeim mun ódýrara líka, 5þús fyrir eitt leyfi eða 10þús fyrir 5 leyfa fjölsk.pakka (20 þús kall fyrir Win7 er heldur dýrt þykir mér) 

Ari Kolbeinsson, 21.10.2009 kl. 20:52

2 Smámynd: Geir Hólmarsson

Þess má geta að MA notar Ubuntu og Open Office og heilt yfir held ég að það gangi vel.

Geir Hólmarsson, 21.10.2009 kl. 21:47

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Er með microsoftlausan makka með NeoOffice og nota Playstation fyrir leiki. Þurfi makkaeigandi að nota Win-forrit þá er hægt að setja Windows upp á makka.

Ljósið er að  renna upp fyrir æ fleirum, Windows er til óþurftar!

Haraldur Rafn Ingvason, 21.10.2009 kl. 23:50

4 identicon

Ari, Þú hefur smá rangt fyrir þér með hljóðvinnslu í Linux kerfum. Það er huge fjölbreytileiki í hljóðvinnsluforritum og skiðulagningarforritum fyrir medíu.

Svo er spurningin ekki um fáanleika heldur eru flest öll fyrirtæki, sem gætu framleitt vörur sínar fyrir Linux kerfi, með andstyggð á því vegna þess að markaðsveldi Linux kerfa er bara lélegt útaf því að það er svo mikill djévítans hræðsluáróður sem hrekur fólk í burtu frá kerfum sem VIRKA''

hfinity (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 00:09

5 Smámynd: Magnfreð Ingi Ottesen

Mér finst að win7 vera of dýr, hef prófað w7 sem lofar góðu en ég held að ég fá mér frekar ubuntu eða mac næst ef ég þarf að skipta út annað hvort vélbúnaði eða stýriskerfi.

Á meðan blásksjár dauðans lyggur í dvala (helst til eilífðar) þá er XP að virka mjög vel hjá mér

Magnfreð Ingi Ottesen, 22.10.2009 kl. 00:09

6 Smámynd: Einar Steinsson

Fyrir þá sem eru með Windows XP er í flestum tilfellum tómt bull að skipta nema vébúnaðurinn sé mjög nýlegur, það er góð regla að halda sig við það stýrikerfi sem var í sölu á þeim tíma sem vélin var keypt. Fyrir þá sem eru með Vista á nýlegum vélum er það í lagi vélbúnaðarinn vegna en ef Vista er að virka þá er í sjálfu sér ekki mikil ástæða til að skipta þó að Vista verði væntanlega aldrei talið það besta sem Microsoft hefur sett á markað.

Og stór hluti þeirra forrita sem eru frí fyrir Linux og eru einhvers virði eru líka til frí fyrir Windows. OpenOffice er t.d. að virka fínt á Windows. Fyrir langflesta sem eru að versla sér nýja tölvu er stýrikerfið það eina sem þeir þurfa að hugleiða hvort þeir vilja kaupa, flest annað sem þarf á venjulega heimilistölvu fæst frítt hvort stýrikerfið sem fólk vill nota, Linux eða Windows, það þarf engu að stela.

Og svo eru náttúrulega þeir til sem vilja selja viðskiptaveldi Apple sál sína en það er þeim að sjálfsögðu frálst ef þeir endilega vilja. Fyrir mér er Mac ekki einu sinni hugsanlegur valkostur, mer finnst alltaf skína í gegn í öllu viðmóti stýrikerfis og forrita í Mac : "Þú ert bara heimskur notandi og við vitum miklu betur en þú hvað þér er fyrir bestu". Nei takk ég vil stjórna minni tölvu sjálfur, Windows eða Linux fyrir mig takk fyrir!

Einar Steinsson, 22.10.2009 kl. 06:54

7 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Ubuntu er njög notendavænt stýrikerfi og hver sem segir anna hefur ekki kynnt sér málið, uppsetning á nyjum hugbúnaði er tildæmis gerður með nokkrum enföldum músaklikkum og þú er aldrei beðinn um kredidkortaupplysingar.  svo styður Linux umhverfið flestann ef ekki allann vélbúnað að undanskyldum enhverjum fáséðum jaðartækjum.

Reyndar þarf maður einhverja þekkinum við uppsetningu í einstaka tilvikum en það er alls ekki laust við það í windows heldur.

Jóhann Hallgrímsson, 22.10.2009 kl. 08:31

8 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"Og svo eru náttúrulega þeir til sem vilja selja viðskiptaveldi Apple sál sína en það er þeim að sjálfsögðu frálst ef þeir endilega vilja."

Jamm, þetta er gjarna fært í trúarbragðastílinn af þeim sem ekki fíla makka. Viðskiptaveldi Microsoft er náttúrlega ekki til umræðu...

"mer finnst alltaf skína í gegn í öllu viðmóti stýrikerfis og forrita í Mac : "Þú ert bara heimskur notandi og við vitum miklu betur en þú hvað þér er fyrir bestu"."

Kann voða vel við lógíska hluti sem virka. Ef það ber vott um heimsku þá er það bara fínt. Löng reynsla af því að vinna bæði í Win og mac umhverfi er náttúrlega léttvæg í þessari umræðu...

Er svo að hugsa um að setja upp linux á Playstation 3 og sjá hvernig það virkar.

Haraldur Rafn Ingvason, 22.10.2009 kl. 09:20

9 Smámynd: Einar Steinsson

"Jamm, þetta er gjarna fært í trúarbragðastílinn af þeim sem ekki fíla makka. Viðskiptaveldi Microsoft er náttúrlega ekki til umræðu..."

Thjaa... Makkafólk hefur nú verið einfært um að koma í gang trúarbragðastílnum þegar þessi ágætu tæki eru í umræðunni. Hvað varðar markaðssetningu Microsoft þá verða þeir seint taldir einhver góðgerðarstofnun en stundum finnst mér þeir vera hálfgerðir kórdrengir við hliðina á Apple.

 "Kann voða vel við lógíska hluti sem virka. Ef það ber vott um heimsku þá er það bara fínt. Löng reynsla af því að vinna bæði í Win og mac umhverfi er náttúrlega léttvæg í þessari umræðu..."

Ég kann líka ákaflega vel við hluti sem virka en ég kann en betur við hluti sem bæði virka og ég get sniðið að mínum þörfum og sérvisku.

Þetta sjónarmið að notendum sé ekki treystandi til að hugsa sjálfstætt er svo sem ekki bundið við Apple, hönnuðir Microsoft og Windows forrita eru ansi oft sekir um þetta líka. Ef menn nota Linux er þetta hins vegar frekar í hina áttina, þar virðast hönnuðir frekar gera ráð fyrir að notendur séu sömu nördarnir og þeir sjálfir sem er heldur ekki gott.

Ubuntu verkefnið er virkilega gott skref í áttina að því að búa til alvöru notendavænt stýrikerfi. Það er kannski ekki ennþá tilbúið til að vera raunverulegur keppinautur Windows en það þokast i áttina með hverri nýrri útgáfu.

Stýrikerfi eru fyrst og fremst verkfæri og eiga alls ekki að vera trúarbrögð. Ef maður þarf klaufhamar til að vinna verkið þá notar maður klaufhamar, stundum er betra að nota slaghamar og í sumum tilfellum dugar ekkert nema sleggja. En ég verð að segja að þessi Apple hamar finnst mér alltaf eitthvað skringilegur í laginu og hefur gengið illa að finna einhver not fyrir hann þó öðrum henti hann kannski ágætlega.

Það skal samt viðurkennt að vélbúnaðurinn sem Apple notar er yfirleitt fyrsta flokks enda veit ég um merkilega margar Apple tölvur þar sem Mac OS er horfið og Windows tekið við.

Einar Steinsson, 22.10.2009 kl. 12:41

10 identicon

Var með ubuntu á vélinni minni og ég mun aldrei setja það upp aftur. Það er óskiljanlegt fyrir mér hversvegna fólk setur þetta upp á tölvu sem það notar frequently. Aldrei kynnst jafn hægvirku stýrikerfi. Það laggaði allt sem gat laggað. Var reyndar fínt þegar ég setti það upp á tölvu sem ég hafði úti í horni og keyrði MySQL á henni. En að nota þetta á laptop til að nota í skólanum, dettur það ekki í hug.

Svo þetta "mac krassar minna en windows!!!" fáránlega argument. Ef þú færð bluescreen, sem gerist sjaldan, þá er það annað hvort vegna vélbúnaðarbilanar (algengast bilað minni) eða illa kóðaðir driverar. Apple er með sinn eigin vélbúnað og þarf bara að styðja lítið af driverum, Windows þarf hinsvegar að styðja alveg óhemju af driverum. Ef Windows væri jafn "locked-down" og makkinn er og þú myndir bara nota drivera sem eru samþykktir af Microsoft, þá myndirðu líklegast aldrei lenda í veseni.

Stonie (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 22:40

11 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

'Blue screen of death' er leið tölvunnar til að verja gögnin í kerfinu þegar minnisvilla kemur upp.  þegar forrit nær í minni og sér að það hefur verið yfirskrifað af öðru forriti, og einsog sagt var hér að ofan eru það 'low level' forrit sem geta gert þetta einsog syrirkerfið sjáft eða driverar.  en lika flest öll forrit skrifuð í forritunarmáli sem ekki reiðir sig á framwork, eisog c og c++ en flest styrirkerfi eru skrifuð í c.

Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2009 kl. 15:09

12 Smámynd: Hafþór Þórarinsson

Ég er ósammála því að það borgi sig ekki að skipta frá XP yfir í W7, þá sérstaklega ef það er eldri tölva sem er mögulega farin e-ð að hægja á sér. W7 er mun léttara og hraðvirkara heldur en XP og ekkert mál að skipta yfir.

Hafþór Þórarinsson, 24.10.2009 kl. 12:49

13 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Hef ansi miklar efasemdir að það borgi sig að skipta úr xp yfir í Windows 7 sérstaklega með eldri vélar. Hef gert óformlega könnun á vélum sem voru hannaðar fyrir XP og upgrade advisor-inn frá microsoft kvartar yfir ansi miklu og ljóst að þær muni ekki virka vel á Windows 7.

En nýlegar vélar sem eru með Windows Vista geta oftast keyrt windows 7 án mikilla vandamála.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 24.10.2009 kl. 13:03

14 Smámynd: Hafþór Þórarinsson

Það virkar allaveganna frábærlega í mínu tilfelli, er með 5 ára gamla HP fartölvu sem var alveg við það að gefast algjörlega upp....en hún öðlaðist nýtt líf þegar ég skipti yfir í W7

Hafþór Þórarinsson, 24.10.2009 kl. 13:07

15 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Flott að það virkar fínt, en hvað með drivera og annað sem eru sérsniðnir frá HP fyrir vélina eru þeir allir að virka áfram eða voru komnar uppfærslur ?

Rúnar Haukur Ingimarsson, 24.10.2009 kl. 13:11

16 Smámynd: Hafþór Þórarinsson

Allir driverar komu sjálfkrafa inn við uppsetninguna og virkuðu alveg eins og þeir áttu að gera. Meira að segja fingrafaralesarinn sem hefur ekki virkað almennilega frá því að ég keypti tölvuna.

Hafþór Þórarinsson, 24.10.2009 kl. 15:48

17 identicon

Það má margt gott segja um þessi ókeypis kerfi en mér finnst OpenOffice óttalegt drasl. Mér finnst hálf-óþolandi að reyna að aðstoða tölvunemendur mína sem eru með OpenOffice þar sem það er ótrúlega langur listi af atriðum sem er ekki hægt að gera í OpenOffice. Án þess að ég hafi nennt að kynna mér það til hlítar virkar á mann eins og OpenOffice hafi ekki verið uppfært í 10 ár - er t.d. hægt að búa til sjálfvirk efnisyfirlit í OpenOffice? Ég hef hvergi fundið þann fítus.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 14:25

18 Smámynd: Ari Kolbeinsson

@gjarnan.

ég veit að þau eru fáanleg hljóðforritin fyrir Linux, en notagildi þeirra flestra er mjög takmarkað miðað við það sem er fáanlegt fyrir Mac og Win. (Ableton Live, Reason, Cubase, Logic etc.). Það sem er helst fáanlegt eru fjölrásaupptökukerfi með miðaldaviðmót og krefjast mun meiri tæknikunnáttu en á Win og Mac, og mun meiri tími fer í að fá tengingar til að virka (þú ert ekki að fara að segja mér að uppsetning og notkun á PulseAudio sé sársaukalaus..)

Þannig að ég stend við það sem ég sagði: "lítið um góð hljóðvinnslu og myndv..."

Það fer bara of mikil vinna í annað en hljóðvinnslu og of mikil vinna í uppsetningu og kerfisbull. Ég hef síðan ekki notað Win í hljóðvinnslu síðan XP, og það hafði alveg sín vandamál (ASIO ekki alltaf frábært). Á makka næ ég að setjast niður og gera músík strax, en vélarnar eru ekki ódýrar.

Aðal skilaboð:

Notið það verkfæri sem hentar. Mismunandi verkfæri henta í mismunandi verk. Linux (t.d. Ubuntu) er óhemju sveigjanlegt. Windows hefur ofboðslega mörg og fjölbreytt forrit. Mac er stöðugra og einfaldara í notkun, með mikið af gæða forritum á ákveðnum sviðum (sér í lagi hljóð og myndvinnslu).

Ari Kolbeinsson, 27.10.2009 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband