Ég skil ekki ..

enda ekki vanur að drekka með fulltrúum ölþings.

En hvað er málið hérna, til hvers þarf að lækka upphæðina að áætlun um útgjöld ? 

Hvernig var þá fyrr talan fundin út, hefur alltaf verið ofáætlað í þennan lið fjárlaga, hefur ellilífeyrisþegum fækkað svona rosalega að það þarf að færa upphæðina að því eða ????

Getu einhver túlkað þessi orð hæstvirts félagsmálaráðherra ?

 

Nánar að ölþingi, get ekki annað en verið ósammála þeim sem hafa tekið upp hanskann fyrir fyllerí á ölþingi gamla virðingarstofnunin sem eitt sinn hét alþingi ef einhver er að velkjast í vafa Wink

Mér finnst fyrir neðan öll velsæmismörk að þingmenn séu að mæta í glasi í vinnuna, held að það sé ekki vinsælt á öðrum vinnustöðum að menn komi glaseygðir og angandi af vínlykt í vinnuna. Sé fyrir mér kassafólkið í Bónus angandi af bjórlykt við kassann. Tala nú ekki um ráðherrabilstjórana, er í lagi að þeir skelli í sig einum öllara með hádegismatnum og renni svo og skutli ráðherra á næsta áfangastað ?

Er í lagi að kennarar fái sér einn bauk með matnum í mötuneytinu og fari svo að kenna ?

Hvað bull er í gangi ??


mbl.is Vasapeningar ellilífeyrisþega skertir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Málið er einfalt. Þegar útkoma ársins 2009 var skoðuð þegar líða tók á árið kom í ljós að útgjöld vegna vasapeninga hafa reynst minni en áætlað var. Ástæðan er sú að vasapeningar eru tekjutengdar bærur og hafa vistmenn dvalar- og hjúkrunarheimila því haft meiri tekjur annars staðar frá en gert var ráð fyrir í upphafi. Þegar þessi úttekt á útgjöldum þessa árs var framkvæmd var búið að setja inn áætlun um útgjöld miðað við upphaflega áætlun á kostnaði fyrir árið í ár. Það var því búið að ofáætla þessi útgjöld í fjárlögum miðað við nýtt mat á kostnaði í samræmi við reynsluna á þessu ári.

Það eina, sem var því verið að gera var að færa fjárlögin til samræmis við mat sérfræðinga Tryggingastofnunar ríkisins og fjármálaráðuneytisins á því hversu mikill kostnaður myndi hljótast af því að greiða vasapeninga áfram í samræmi við núverandi reglur. Það var því ekki verið að lækka neinar greiðslur til vistmanna dvalar- og hjúkrunarheimila eins og Höskuldur var að halda fram. Þetta átti hann að vita ef hann hefði hundsvit á því, sem þarna var að fara fram og hefði nennt að lesa skýringarnar með þessari breytingartillögu áður en hann fór í ræðustól. Því hefur hann annað hvort ekki sinnt starfi sínu að þessu leyti eða að hann er að koma fram með enn eitt lýðskrumið til að koma höggi á stjórnvöld með því að tala vísvitandi gegn staðreyndum málsins. Ég veit ekki hvort er verra. Miðað við framkomu hans hingað til tel ég síðari skýringuna líklegri. Ég man ekki eftir aumari lýðskrumara á Alþingi í háa herrans tíð og er Sigmundru Davíð sama marki brenndur.

Sigurður M Grétarsson, 22.12.2009 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband