Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Sörinn út og Móri inn

Fastlega búist við því að tilkynnt verði á morgun að Sir Alex Ferguson stjóri Englandsmeistara Manchester United verði láttin fara eða vilji fara á morgun. Í það minnsta verður það sameiginleg ákvörðun hans og stjórnar félagsins að hann finni sér annað að gera eftir tap félagsins á móti Coventry á heimavelli í kvöld.

Móri sem nýverið hætti eða var sagt upp eða álíka hjá Chelsea mun svo verða kynntur til leiks á föstudagsmorgun á blaðamanna fundi á Old Trafford.


mbl.is Öruggur sigur hjá Chelsea - Man.Utd úr leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf rafmagnslaust í sveitinni ?

Vekur furðu mína að það eru fréttir í hverjum mánuði af rafmagnsleysi á suðvesturhorninu, hélt að það ætti nú að vera þokkalegar lagnir þarna ? Ekki er það ísing eða samsláttur á línum sem veldur þessu eins og var stundum á síðustu öld "úti á landi". 

Man það í barnæsku að rafmagnið fór oft af og þá iðulega í vondum veðrum svo maður var orðinn vanur að rata að vasaljósinu og upp í skáp að ná í kerti. Var nú alltaf stemming að vera með kerti sem ljósgjafa og heyra í veðrinu úti og reyna að rýna út um hélaðar rúðurnar. En núna virðist þetta bara vera tæknin sem er að stríða en ekki veðrir, kanski orðinn þörf að einkavæða OR svo hún vari að standa sig ? 


mbl.is Rafmagn komið á í Kópavogi og Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá heilann tíuþúsara !

Vissi ekki að þeir hjá KSI væru svona miklir spaugara, hélt einhvern veginn að menn litu á það alvarlegum augum ef hraunað væri yfir dómrar í fjölmiðlum. En KSI er auðvitað með grín vínkil á þessu, bara flott hjá þeim, vona samt að þetta smiti ekki út frá sér. Menn gætu til dæmis lækkað sekt fyrir að fara yfir á rauðu ljósi í álíka upphæð til samanburðar.

... Enn einu sinni er KSI að safna punktum í að slá HSI út sem lélegasta sérsambandið


mbl.is Guðjón og Magnús ávítaðir og sektaðir af KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil bara ekki að Eiður skilji ekki umræðuna um áhugaleysi og metnaðarleysi

Eða hefur hann kanski ekkert horft á síðustu leiki landsliðsins ? Vona bara að liðið nái nú að slá í hestinn á móti Spáni og skapa smá stemmingu aftur í kringum landsliðið. Það er oft svcleiðis að þegar andstæðingurinn er miklu betri en við, eða svona 100 sætum ofar á þessum fræga lista sem við erum í frjálsu fallí á þá, gyrða menn sig í brók og berjast og oft til árangurs. Við verðum bara að viðurkenna að við náum hagstæðustu úrslitunum þegar liðið berst eins og grenjandi ljón um allan völl og gefur andstæðingunum engin færi á að spila einhvern samba bolta. 

- áfram Ísland 


mbl.is Eiður Smári: Skil ekki umræðu um áhugaleysi og metnaðarleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar fór síðasta hálmstráið

Hélt að Atlantsolía ætlaði að reyna að halda ákveðinni fjarlægð frá samráðsfurstunum í olíufílabeinsturnunum en það virðist því miður vera að þeir ætli bara að vera eins Shocking

Hvar á maður þá að versla ?


mbl.is Atlantsolía hækkar einnig eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar smá pening..

Er ekki einhver millinn til í að kaupa félagið fyrir mig svo ég geti loksins farið að stjórna þarna ?

Ég gæti kanski selt eina tölvu og lagt í púkkið og tekið smá lán fyrir pínu í viðbót en mig vantar sem sagt kjölfestufjárfesti ( flott orð held að það meiki sens í þessu sambandi ) til að kaupa félagið af könunum.

Kjölfestufjárfestir... er það ekki notað um þá sem eru að fjárfesta í skipum ?? Ég er greinilega ekki alveg inni í þessum peningaheimi, enda ekkert vandamál með peningana á mínu heimili, bara skuldirnar !

OK ef þú átt sem sagt nóg af peningum þá máttu láta mig vita og við getum lagt í púkk og keypt félagið Cool


mbl.is Glazer fjölskyldan ætlar ekki að selja Man.Utd.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband