Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ha meiddist Saha ?

Alveg ótrúlegt með þessi meiðsli á kall greyinu. Frægt þegar hann meiddist í upphitun fyrir leik með United og gott ef hann meiddist ekki líka þegar hann átti að koma inn sem varamaður og var að hita upp Smile
mbl.is Yakubu úr leik til vorsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins loksins eitthvað vitrænt

Já það er ennþá von að það leynist dugandi fólk sem hugsar fram á veginn í stað þess að reyna að þyrla upp ryki svo ekki sé hægt að rekja slóðir þess í átt að spillingunni.

En held samt að fyrr frjósi í helvíti en að þessi tillaga nái fram að ganga.


mbl.is Vilja kyrrsetja eignir bankastjórnenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já önnum kafinn við að slökka eldana sem ríksstjórnir síðustu ára hafa átt þátt í að kveikja

Auðvitað er hann ásamt hinum stjórnarliðunum á fullu við að moka skítinn á okkar kostnað.

Ég vil eftirfarandi hluti ásamt að ég held miklum meirihluta þjóðarinnar:

  • Burt með núverandi stjórnvöld - þjóðstjórn og kosningar í vor
  • Burt með æðstu stjórnendur í seðlabankanum og bankastjórana alla þar
  • Burt með æðstu stjórnendur bankana og bankastjórana þar
  • Burt með æðstu stjórnendur í Fjármálaeftirlitinu
  • Fá fagfólk og bestu sérfræðinga til að aðstoða þjóðstjórn við skipulagningu björgunaraðgerðanna - ekki fá þá sem kveiktu eldana til að slökkva þá.
Kostulegt að heyra Geir gagnrýna stjórnarandstöðuna fyrir að endurspegla vilja meirihluta kjósenda í dag, stjórnin er svo gjörsamlega rúin öllu trausti okkar að þá hálfa væri nóg.

 


mbl.is Önnum kafin við björgunarstörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara 3 leikja bann ?

Finnst þetta svolítið skrítið að hann fái þetta stutta bann, held að flestum sé í fersku minni bannið sem Cantona fékk fyrir að sparka í áhorfanda hérna á síðustu öld. Held að það hafi verið einir átta eða níu mánuðir, auðvitað er alvarlegra að sparka eða slá í áhorfanda en þarna hefði Drogba samt hæglega getað stórslasað áhorfanda á auga sem dæmi með því að kasta pening upp í áhorfendasvæðið.

Svo fær Fergie kallinn tveggja leikja bann fyrir að hrauna yfir dómarann í leiknum á móti Hull, er þá eins leiksbann munur á að hrauna og hugsanlega skaða áhorfanda fyrir lífstíð ? Errm

Þetta er bara hlægilegt og ekki í fyrsta skipti sem enska KSI-ið er í tómu tjóni 


mbl.is Drogba fékk þriggja leikja bann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsögn

. ( púnktur )

Þarf eitthvað að ræða þetta meira ?


mbl.is Vissi ekki af hlut ráðuneytisstjóra í Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þá ekki málið að drífa sig í ESB ?

Greynilegt að þar eru bestu vinir okkar Wink
mbl.is Skilaboðin voru skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúgun og þangað ætla menn

Eru menn ennþá á því að okkur sé best borgið innan um vini okkar í ESB ?

Hvað sagði Össu um að bretar kæmu og færu í stríðsleik hérna - á ekki það sama við um "vini" okkar í ESB ? Ísland mun aldrei verða annan en gólftuska þar 


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varpa athygli frá sér

Best að koma með bombertur til að varpa athyglinni frá fjárglæpamennsku sinni - svona menn á bara að loka inni þar að segja þegar búið er að þjónýta eigur þeirra.

En greinilegt að hann er ekki að sjá að hann hafi gert neitt rangt sjálfur, reka svona fólk úr landi ... kannski til Bretlands bara ?


mbl.is Sigurður: Lenti illilega saman við Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband