Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Vel við hæfi

... að hægláti snillingurinn frá Manchester tryggði liðinu sæti í úrslitum. Scholes hefur sig ekki mikið í frammi í fjölmiðlum og til margra ára var hann ekki með skósamning, vill helst ekki vera í sviðsljósinu nema rétt þessar 90 mínútur sem leikurinn tekur.

Hann er hins vegar mjög virkur í góðgerðarmálum og á eflaust met í heimsóknum á sjúkrastofnanir í Manchester, en aldrei eru blaðaljósmyndarar eða myndatökumenn sjónvarpsstöðvana þar. Scholes leggur alltaf áherslu að það viti engin af því að hann sé að koma og vill fá næði til að vinna sín verk utan sviðsljós fjölmiðlana. 


mbl.is Scholes skaut Man Utd til Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Muna bara, það styttist í fyrsta tapleikinn eftir svona langa hrinu

Veit ekki hvort maður á að vera bjart eða svartsýnn fyrir leikinn í kvöld, spáði þegar 8 liða úrslitin voru ljós og hvernig liðin úr þeim myndu lenda saman að það yrðu Liverpool og United sem lékju til úrslita.

Ætla svo sem ekkert að breyta þeirri spá neitt en er svo sem ekkert landsfrægur fyrir mínar spár, þó svo að ég sé nú ekkert verri að spá í veðrið en snillingarnir í sjónvarpinu LoL klikka oft eins og þeir Wink

Vona að mínir menn hristi nú af sér varnarleiðindin sem þeir hafa spilað í síðustu 2 leikjum og aðeins uppskorið 1 stig þar - allit í lagi að spila aðeins varnarsinnað á útivelli en ekki pakka gjörsamlega í vörn eins og undanfarið. Liðið er sóknarlið með góða vörn en ekki öfugt !

En hvað er ég að röfla, gamli ( Ferguson ) er löng löngu búinn að sanna að hann kanna þetta allt saman betur en flestir ef ekki allir.

....................................................... en mér segir svo hugur að mínir menn gætu endað bikarlausir þetta tímabilið  Errm

Nei, hef ekkert flett því upp í Íslendingabók hvort við Ragnar Reykáss séum skildir Blush


mbl.is Alex Ferguson: Býst við opnum og spennandi leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumt yfirklór

Finnst þessar skíringar frekar svona útsölulegar, fannst í þessir úðarar ættu frekar heima í hryllingsmynd en í lögreglubúningi uppí á ísalandinu okkar. Það var eins og í það minnsta annar þeirra væri andsetinn en kannski er þetta það sem þeim er kennt og æft í þaula. Hef ekki mikið af óeirðarlögreglu, þeirra landa sem við berum okkur saman við að segja, en kannski eru þetta bara viðteknar venjur og úthugsað til að fá fram sterkari viðbrögð þeirra sem úða á á ?

"Til þess að svo verði upplýsum við mótmælendur fyrirfram um hvað við hyggjumst gera, hvort sem beita á úða eða kylfum, og veitum þeim þannig tækifæri til að yfirgefa svæðið án átaka.“

OK þessi borði sem var strengdur við hlið götunar og mótmælendur máttu ekki koma yfir til hvers var hann, sá ekki betur en lögreglan geystist hvað eftir annað og nánast réðst á fólk sem hafði yfirgefið götuna og var komið á planið hjá bensínstöðinni.

Greinilegt að hér eru menn að reyna að verja fremur dapran málstað öfgalögregluaðgerða sem maður vonar að eigi ekki eftir að sjást í svipuðum tilfellum aftur.


mbl.is Rétt aðferð við beitingu piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað - eru menn sáttir við að komst ekki á pall ?

Hefur nú ekki verið vinsælt í íþróttasöguni að komst næstum því á pallinn, hefur fram að þessu verið talið eftirsóknarverðara að komst í eitt af fyrstu þremur sætunum. En auðvitað meiga Liverpool menn vera sáttir við þetta, telst gott á þeim bænum Wink
mbl.is Liverpool öruggt með fjórða sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var formúla í dag ?

Alveg er formúlan að deyja drottni sínum síðan hún hvarf af Rúv, menn verða að átta sig á að magn klukkutíma í útsendingum og endurteknu efni er ekki alltaf af hinu góða. Það eru svo oft útsendingar ( beinar og endurtekningar ) og upphitanir og hvað þetta allt saman heitir að maður missir loksins af þegar kappaksturinn er. Hef miklar efasemdir um að það sé mikið áhorf á allar þessar útsendingar sem eru á Sýn eða Sport2 eins og hún heitir víst.
mbl.is Räikkönen öruggur - Ferrari fagnar margfalt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varnarsinnaðir ?

Hvað er gamli snillingurinn, Ferguson að pæla ? Erum farin að spila meira varnarsinnað en Liverpúl - varnarleikur dauðans í síðustu 2 leikjum og Boring Boring United á svo sannarlega við.

Vonandi koma menn úr skotgröfunum í seinnihálfleik og fara aðeins að sækja enda ekki ásættanlegt að tapa fyrir Chelsea - eða eru áherslurnar eitthvað að breytast á Old Trafford ?


mbl.is Chelsea sigraði Man Utd, 2:1, og liðin jöfn að stigum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúnar Haukur syngur fyrir Acer

Já er í þessum skrifuðu orðum að fara að syngja fyrir Acer, komst ekki í myndatökuna en mun syngja með alla áhorfendur á Stamford Bridge á skjánum. Fín mæting en eitthvað er athygli áhorfanda á einhverjum kauðum sem eru að hlaupa um í sólini í London og elta bolta.

Jæja þá hefst söngurinn Smile


mbl.is Garðar Thor syngur fyrir Vogue
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar fór það

Þarna hvarf sá litli trúverðugleiki sem fréttastofa stöðvar 2 hefur haft, fauk bara út í veður og vind LoL

Fréttaflutningur þeirra mótmælum er svona svipaður og aðgerðir lögreglunar gjörsamlega skot yfir markið - og ráð ekki við ástandið undir pressu.


mbl.is Yfirlýsing frá Láru Ómarsdóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boring boring United

svei mér þá ef mínir menn voru bara ekki eins og Liverpúl á "leiðinlegum" degi, arfaleiðinlegur bolti og maður var í vandræðum með að halda sér vakandi, slík voru leiðindin.

Ef þetta er það sem þarf til að ná árangri í þessari blessaðri meistaradeild þá það, get þá með góðri samvisku farið að segja upp áskriftini að sýn nei þarna sport eitthvað stöð númer hvað ......


mbl.is Ronaldo: Skora bara í Manchester í staðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju 3 krónur ?

Er oft að velta því fyrir mér af hverju dísel-inn er orðin svona miklu dýrari hérna á landi. Er ekki verið að beina fólki í dísel af því að það á að vera "náttúruvænna" ?

Veit einhver hvernig verðmyndun á dísel er öðruvísi en á bensíni - skrítið að við þessa hækkun að verð á hráolíutunnu fari í 117 þá þurfi dísel að hækka um 3 krónur en bensín um 1 ? Errm


mbl.is Olíuverð í 117 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband