Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Úff - hefðum við þá ekki unnið..

.. ef liðið hefði spilað eins og meistarar ?

En víti og ekki víti, maður hefur oft séð dæmd víti á eins og 2-4 atvik í þessum leik en að sleppa því þegar maður ver með hönunum í teig er ótrúlegt .... já og þá er ég ekki að meina magnaðar vörslur hjá meistara Brad Friedel sem er oftar en ekki besti maður vallarins þegar hann spilar á móti United. 

Yfirburðir já - 13 skot á markið og 10 sem hitta ramman þeir eiga 4 skot á markið og 3 hitta ramman - stundum duga svona yfirburðir til að vinna leik en þegar Venni vinur minn kemst í dauðafæri þá er maður nánast öruggur að hann skorar ekki Wink

 

 


mbl.is Ferguson: Lékum eins og meistarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á maður að flytja líka ?

Ég boga líka himinháa vexti, húsnæðislán, yfirdráttur á reikningnum og vísa greiðsludreyfing allt með "okurvöxtum"

Ég starfa nú ekki á erlendum markaði en vissulega hefur olíuverð mikil áhrif á budduna sem og verð á innfluttum matvælum og önnur aðföng þannig að gengissveiflur koma líka ílla við mig

Verðum við hinn sauðsvarti almúgi sem er ekki að fara í einhverja luxusferð til Kankún á vegum Glitnis að flytja út ?


mbl.is Hætta á að fyrirtæki flytji út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífshættulegt

Úff gott að maður átti ekki hagsmuna að gæta þarna, efast um að pumpan hefði þolað það að eiga eitthvað undir í leiknum Smile

Gott að vera bara áhorfandi heima í stofu, en þvílík auglýsing fyrir körfuboltann sem þessi leikur var - tær snilld. Verður oftar og oftar hugsað til þess hvernig maður "nennir" að glápa alltaf á fótboltaleiki þar sem harla lítið gerist - og svo þvílíkt aksjón sem maður upplifir í skemmtilegum körfuleikjum.

Karfan er íþróttin, endanlega sannað fyrir mér í kvöld, ..... hugsa samt að ég horfi á upptöku af mínum mönnum í United vinna Arsenal síðasta sunnudag á eftir. En veit svo sem fyrir víst að það verður ekki jafn gaman og að horfa á körfuleikinn í kvöld.

Til hamingju Snæfell og Grindvíkingar eiga hrós skilið fyrir sinn part í þessum frábæra leik. 


mbl.is Snæfell í úrslit eftir frábæran endasprett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband