Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

heimsmarkaðsverð olíu lækkar, dollarinn hækkar, gengið hækkar

já og auðvitað hækkar olíuverðið á íslandi ! - að vísu drógu einhverjir í land hálf skömmustulegir. Maður fer nú að vorkenna þessum greyjum sem eru að verðleggja olíuna.
mbl.is Gengi krónunnar styrktist um 3,64%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsakanir afsakanir

Ótrúlegt að fylgjast með olíufurstunum hér heima, þegar gengið lækkar þá hefur það svo lítil áhrif því gengi dollars ræður svo miklu. OK svo þegar dollarinn hækkar gagnavart öllu þá hefur það svo lítil áhrif hérna. Þegar heimsmarkaðsverð á olíu lækkar þá þurfa þeir að bíða og sjá, því það gæti breyst á morgun eða hinn. Þegar gengið á krónuni hækkar þá hefur það ekki nærri eins mikil áhrif og gengi dollars gagnvart öðrum gjaldmiðlum.

Er nema von að maður brosi að aumingjans mönnunum sem þurfa að réttlæta það að til að greiða niður skuldir vegna offjárfestinga í bensínstöðvum eða stórmörkuðum með bensíndælum fyrir utan. Jú þeir þurfa að fá meira út úr hverjum seldum lítra í dag vegna hækkandi vaxta og annars sem sligar þá, hvaða vit er í risa bensínstórmörkuðum hlið við hlið eða sitt hvoru meginn við götuna ?

Það erum við sem borgum brúsann Smile

Vonandi að þeir hætti þessum útúrsnúningum með dollarann, gengið og heimsmarkaðsverðið og segi bara beint út étiði skít og borgiði bara það sem við ákveðum.Devil


mbl.is Eldsneytisverð lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saving æsland ógnar öryggi

Miðað við myndir í fréttum stöðvar 2 áðan þá var þarna fjölmennt lögreglulið - hvað eru þá margir eftir á vakt til að fylgjast með ólöghlíðnum borgurum og glæpamönnum ? Svo ekki sé talað um hálvitanan sem hafa verið teknir á tæplega 200 km hraða undanfarið.

Held að það ætti bara að skella þessum mótmælendum í næsta fraktara og henda þeim úr landi - og er ekki málið að ræsa GAS lögguna og senda hann með nokkra úðabrúsa á vettvang handjárna svo gengið og í næsta gám og svo úr landi.

Varðandi brjálæðingana sem aka um á 200 þá á auðvitað að hafa almennar sektir fyrir ofsaakstur, hafa hann svona 3x hraðann sem menn eru á, og í framhaldi á að skella þeim í steininn og lesa skýrslur frá rannsóknarnefnd bílslysa í nokkrar vikur.


mbl.is Lögregla ræðir við mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilviljun ?

Er þetta tilviljun ?

Platterinn hlaðinn gulli af Real Madrid daginn eftir að hann segir að  Ronaldo ætti að fara til Real Madrid og þá sem leikmaður ekki ferðamaðu.

Oft var möst en nú er nauðsyn að kallinn segi af sér - er ekki Gaui Þórðar á lausu bráðlega hann myndi hrista upp í þessu FIFA dæmi, gæti fengið Jónas VölsungsJarl með sér sem varaforseta.

En án gríns þetta hlýtur að vera nægilegt tilefni til að segja af sér með skömm nema þarna gildi svona íslenskar reglur og enginn beri ábyrgð á neinu sama hvaða asnastrik menn gera ef þeir eru í nægilega háum stólum.


mbl.is Blatter gerður að heiðursfélaga hjá Real Madríd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klént ósköp klént

Verð nú að lýsa yfir vonbrigðum með þessa lækkun, gengið búið að síga helling undanfarna 10 daga og heimsmarkaðsverð að lækka um nærri 10 dali. Þá bjóst maður við að sjá verðið hækka í það minnsta um 5 krónur, því hækkun á heimsmarkasverði um 2-3 dollara skilaði sér umsvifalaust í 2-3 króna hækkun hér heima. Fall krónunnar um 2-3% olli miklu fjaðrafoki hjá olíufélögunum og excel útreikningar þeirra sýndi að allt var að fara í voða hjá þeim því keypt er inn í dollurum og því varð að hækka verðið hér heima um 2-3 krónur. En núna virðist bera svo við að excel skili þeim bara um 3 krónum í lækkun þrátt fyrir að gengið hafi hækkað um ansi mörg % og heimsmarkaðsverðið lækkað um 9 dollara.

Er nema von að maður vorkenni þessum mönnum ?


mbl.is Eldsneytisverð lækkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíð spenntur eftir viðbrögðum Íslensku olíufurstana

En þar sem ég er nýkominn frá Þýskalandi þar sem Disel er ódýrari en bensin - af hverju er það ekki svipað hérna á skerinu ?

Er ríkið að leggja svona mikið meira á dísel hérna heim en gert er í Þýskalandi - eitthvað rámar mig í að stjórnvöld hérna heima hafi verið að hvetja fólk til að kaupa sparneytnari bíla og díselbílar eru það.

Gaman að keyra á hraðbrautum í Þýskalandi á 120-140 og bílinn var að eyða 4.5 lítra af dísel á hundraðið.


mbl.is Veruleg lækkun á olíuverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauðir og reiðir að breytast í gula og glaða ?

Ekkert spjald á strákana af Skaganum ?  Ætli þeir setji ekki bara stefnuna á Drago eða hvað þessi fairplay verðalun heita Smile

En gott hjá þeim að fá ekkert spjald - allt á réttri leið og svo fara stigin að koma um leið og þeir fara að spila fótbolta án þess að skipta sér af dómurunum. Annars má líka alltaf reka þjálfarann, það virðist of virka Frown


mbl.is ÍA - Grindavík, 1:2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband