Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Hvað þýðir að láta í T ?

Tek eftir því að forsvarsmaður Pix-mynda sem breytti neikvæðu samningagerðinni að sænskri fyrirmynd hefur látið Reykjavíkurborg í té myndir eða eins og segir í fréttinni:

"Hann bætti því við að hann hefði látið Reykjavíkurborg í té myndir af öllum börnum í þeim skólum á höfuðborgarsvæðinu sem hann hefur myndað í til að nota í nýju tölvukerfi sem tekið hefur verið upp í skólamötuneytunum og segir hann að það samstarf hafi gefist vel. "

Ætli þetta þýði þá að hann hafi gefið borginni þetta ? - eða var neikvæð samningagerð notuð ?? Finnst vanta svolítið í þessa frétt, þetta er nánast eins og fréttatilkynning frá viðkomandi fyrirtæki.


mbl.is Sátt náðist í Pix-myndamálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úbs var klukkaður

Pétur Guðjóns - sá mikli snillingur og gamall vinur af rúntinum í denn - klukkaði mig og það dugar ekkert að skorast undan. Sérstaklega þar sem hann er svolítið klikk, heldur með KA og Liverpool Tounge

 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Ekki fjölbreitt störf sem ég hef unnið - man eftir tveimur

  1.  Vinnsla mjólkur hét það á launaseðli ef ég man rétt 10 sumur í mjólkursamlaginu
  2. Tölvuþjónusta - úff ætli það séu ekki komin ein 18 ár ef ekki meir Blush

 

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.

Æi var nú betri í bíómyndunum, er í grúbbu á andlitsbókinni sem heitir  "Ég borga ekki 1050 kr í bíó!," - segir kannski eitthvað um álit mitt á bíóferðum. Þessar tvær efstu eru bestu bíómyndirnar sem ég hef horft á og hinar komu fyrst upp í hugann yfir þær sem ég hef hvað mest grenjað af hlátri yfir 

  1. Dead Ringers
  2. The Last Wave
  3. The Naked Gun - fyrsta myndin
  4. I'm Gonna Git You Sucka 

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Er náttlega Akureyringur og alltaf búið þar nema þegar ég fór í útlegð suður í skóla. Bjó þar á nokkrum stöðum - Hraunbænum, Háleitisbraut, Súlunesi, Rekagranda. Listinn hérna er í tímaröð

  1. Lyngholt  - Akureyri
  2. Stórholt - Akureyri
  3. Hraunbær - Reykjavík
  4. Fagrasíða - Akureyri, núverandi heimili

 

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

 Æi - er voðalítill sjónvarpsáhorfari - íþróttir eru það eina sem dregur mig af sjónvarpinu - set bara það nýjasta sem ég hef eitthvað horft á - engin sérstök röð á þessu

  1. Vincent
  2. Svartir englar
  3. Útsvar
  4. Breskir sakamálaþættir á RUV

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum :

 Tek útlandavinkilinn á þetta

  1. Manchester Englandi
  2. Þýskaland
  3. Spánn
  4. Danmörk

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg :

  1. thorsport.is
  2. Karfan.is
  3. ljosmyndakeppni.is
  4. mbl.is

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

  1. Lambakjöt
  2. Ora fiskibollur úr dós
  3. Skyr
  4. Season all fiskrétturinn 

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

Úff - segi og skrifa ....................

  1.  Windows server 2008 ca 1500 blaðsíður - glugga ansi oft í hana en aldrei lesið spjaldanna á milli
  2. Veiðiflugur Íslands
  3. og 4. ýmsar ljósmyndabækur

Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka

Þessir herramenn sem ég ætla að klukka tengjast allir körfubolta á einn eða annan hátt

  1. Rúnar Birgir Gíslason
  2. Gunnar Freyr Steinsson
  3. Snorri Örn Arnaldsson
  4. Hannes Jónsson

 


Nú seljum við Fat Scouser !

Já drífum í að selja hann fyrst kallinn (Ferguson) þarf að hafa hann í liðinu í hverjum einasta leik sama hversu lélegur hann er. Við eigum nóg af miðjumönnum og vantar senter því er tilvalið að selja feita skáserinn meðan (vonandi ) einhver vill kaupa hann. Nota svo peningana upp í góðan senter, hvernig er með hann þarna Hunterlar eða hvernig sem það er nú skrifað....

Vantar ennþá senter í staðinn fyrir Nistelroy


mbl.is Stamford Bridge virðist óvinnandi vígi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúnar tilbúinn að kaupa Newcastle

Á einhver peninga að gefa mér ?  Errm   svo ég geti keypt, orðið svo dýrt að taka lán og efast um að minn viðskiptabanki sem West Ham eigendurnir eiga vilji lána mér Tounge
mbl.is Ashley tilbúinn að selja Newcastle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferrari stjórnar formúlunni

Setjum dæmið upp þannig að gulldreingur þeirra rauðu frá Ítalíu, hinn þýski sjúmakkker hefði ekið í stað Hamilton- þá er borðleggjandi að ekkert hefði verið gert. Hann komst upp með allt nema mannsmorð ( rámar samt ekki að að hann hafi reynt það en nánast allt annað ) á brautinni og aldrei mátti hreyfa við honum gulldrengnum.

Núna er kominn annar snillingur fram á sjónarsviðið og þar sem hann er ekki að aka rauðum bíl þá skal nota dómstólana og allt sem hægt er til að stöðva hann - þetta er sorglegt og ekki formúlunni til framdráttar.


mbl.is Sigur dæmdur af Hamilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Díesel á 155 ?

Það er ca meðaltalsverðið sem ég borgaði fyrir Diesel lítrann í Apríl, en einhverstaðar las ég í morgun að hráolíuverðið væri það lægsta síðan í Apríl. Nennti að vísu ekki að fletta upp hvað gengið var þá en hef á tilfinningunni að það sé einhver hækkun en ekki mikil.

Kannski að líterinn ætti þá að vera á svona 160kr ef helv... okurfélögin myndu finna lækka takkann í excelinum hjá sér.


mbl.is Heimsmarkaðsverð á olíu nálgast 106 dali tunnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband