Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Já sæll - steinar úr glerhúsi hvað ?

Held að ef hann vill nota líkinguna við bændastéttina og verkefni sem menn fást við þar, þá held ég að hann fengi sekt fyrir girðinguna sem hann ætlaði að slá upp í kringum húsin ( Skjaldborgin í kringum heimilin ) hún heldur engu.

Svo miðað við álögur, í stað meiri niðurskurðar á óþarfa ríkisútgjöldum, á lítilmagnann þá yrði búið tekið af honum og hann fengi svona 80þúsund í sekt eins og bóndinn þarna sem var í fréttum um daginn og var kærður fyrir dýraverndarsamtökum.

Tala nú ekki um öll loforðin sem hafa verið svikin - td allt uppi á borði en Æseif og leynimakkið í kringum það er bara brandari í kjölfar þeirra yfirlýsinga.

Af nógu er að taka og efast ég ekki um að enginn stjórnmálamaður í sögu lýðveldisins hafi snúist jafn hratt frá hugsjónum sínum á einu augabragði eins og Steingrímur búskussi. Jafnvel Ragnar Reykás er staðfastari og heldur sig við sín prinsipp Wink

 


mbl.is Tók við af „búskussa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skil ekki ..

enda ekki vanur að drekka með fulltrúum ölþings.

En hvað er málið hérna, til hvers þarf að lækka upphæðina að áætlun um útgjöld ? 

Hvernig var þá fyrr talan fundin út, hefur alltaf verið ofáætlað í þennan lið fjárlaga, hefur ellilífeyrisþegum fækkað svona rosalega að það þarf að færa upphæðina að því eða ????

Getu einhver túlkað þessi orð hæstvirts félagsmálaráðherra ?

 

Nánar að ölþingi, get ekki annað en verið ósammála þeim sem hafa tekið upp hanskann fyrir fyllerí á ölþingi gamla virðingarstofnunin sem eitt sinn hét alþingi ef einhver er að velkjast í vafa Wink

Mér finnst fyrir neðan öll velsæmismörk að þingmenn séu að mæta í glasi í vinnuna, held að það sé ekki vinsælt á öðrum vinnustöðum að menn komi glaseygðir og angandi af vínlykt í vinnuna. Sé fyrir mér kassafólkið í Bónus angandi af bjórlykt við kassann. Tala nú ekki um ráðherrabilstjórana, er í lagi að þeir skelli í sig einum öllara með hádegismatnum og renni svo og skutli ráðherra á næsta áfangastað ?

Er í lagi að kennarar fái sér einn bauk með matnum í mötuneytinu og fari svo að kenna ?

Hvað bull er í gangi ??


mbl.is Vasapeningar ellilífeyrisþega skertir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband