Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Gjaldþrota flokkar

Sé ekki betur en flestir flokkarnir séu "tæknilega" gjaldþrota, og fólkið sem getur ekki stjórnað flokkunum betur er að sækjast eftir því að fá að stjórna landinu.

Kíkið á stöðu þeirra flokka sem nú eru við völd eru með eigið fé neikvætt um rúmar 25 milljónir.... já og þetta varð til í góðærinu - gott að þessir flokkar eru að sýna ráðdeild og lengja í snörunni sem þrengist um háls heimila landsmanna og ekkert bólar á blessaðri skjaldborg sem slá átti í kringum heimilin í landinu. Er ekki Samfó með slagorðið orð skulu standa .... best að þeir drífi þá í því að koma upp skjaldborg.


mbl.is Flokkarnir skulda hálfan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá besti !

Engum blöðum um það að fletta að Ferguson er sá besti, er Móri krónprinsinn ?

Segi fyrir mig að ég held að Móri hafi allt sem þarf til að taka við af Ferguson, svo er annað mál hvort hann vilji það. En eitt er á hreinu að sá sem tekur við tekur við fær erfitt verkefni.

Man alltaf eftir því þegar ég hitti Ferguson þegar hann var búinn að vera í 9 ár og sagðist bara vera með eina ósk og hún væri sú að hann yrði í 10 ár í viðbót og mér hefur orðið að ósk minni Wink


mbl.is Ferguson mælir með Mourinho
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf að skipta um þjóð............

"Dagur segir að Samfylkingin sé að njóta þess að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi látið hendur standa fram úr ermum á sínum stutta starfstíma. Það sé ákall eftir áframhaldandi ábyrgð og festu við landsstjórnina. Síðan skipti máli að Samfylkingin er búin að leggja fram skýra sýn á það hvernig hægt sé að ráða fram úr málum og komast sem þjóð út úr kreppunni."

Já það má nú segja að núverandi stjórn hafi látið hendur standa fram úr ermum með að lengja í snörunni sem er um háls á flestum heimilum þessa lands. Annað er það nú ekki og ef þetta er það sem þjóðin vill þá þarf að skipta um þjóð !


mbl.is Njótum góðra verka ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úff hvar endar þetta ?

Það eina sem virðist geta bjargað vorri þjóð er að skipta um hana Smile

Vona bara að menn átti sig á því að kjósa rétt - EKKI þá flokka sem hafa setið undanfarin ár í stjórn, þeirra tími er búinn.

Ef einhver er í vafa kíkið þá bara út og sjáið hvort skjaldborgin sem slá átti utan um heimilin og fjölskyldurnar sé mætt.

 


mbl.is Samfylking eykur forskot sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband