Svarið er engin

Hélt nú að Össur vissi að ábyrgð stjórnvalda og yfirmanna er engin, eða svo virðist manni sem almennum borgara í þessu bananalýðveldi sem Ísland er orðið.

Ef þú ert stjórnandi í stóru fyrirtæki og átt nægann pening og hugsanlega hægt að hanka þig þá bara ráða her lögfræðinga og PR manna og málið dautt.

Ef þú ert stjórnmálamaður þá bara ekki svara spurningum ala no comment, og svo bara passa uppá sitt djobb sko og vona að allir gleymi öllum axarsköftunum og kjósi þig aftur næst.

En hvað er Össur að pæla að spyrja svona - hann veit nú svarið best sjálfur enda í hinu liðinu sem ber enga ábyrgð. Kanski hann sjái sér leik á borði að ná stólnum aftur af Ingibjörgu og er að prufa að byrja á því að rugga bátnum ofurlítð, enda getur það varla skaðað flokkinn hann er hvort eð er að hverfa.

En hvað hefur Össur sagt áður um Byrgið, er hann ekki einn af þeim sem studdi þess fyrirgreiðslupólitík sem hann nefnir svo sem kom Byrginu á laggir ? Pólitískt minni mitt er ekki svo langt að ég muni það eða hafi svo sem haft áhuga á að hlusta á allt sem þessir snillar segja. En eflaust eru margir sem vita hverjir töluðu mest um erfiða stöðu Byrgisins og að það yrði að hjálpa þeim með nokkrar millur sem svo var gert.

 


mbl.is Össur spyr um ábyrgð stjórnvalda gagnvart stúlkum í Byrginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband