LA - ferskastir og flottastir

Held að það sé hægt að halda því fram að undanfarin ár hafi Leikfélag Akureyrar skotist á toppinn í leikhúsheiminum. Frábært starf sem Magnús Geir hefur unnið að undaförnu sem sést best á vinsældum sýningana. Hef sjálfur farið með fjögura ára dóttir mína á Karius og Baktus og svo á sunnudaginn fórum við að sjá Skoppu og Skrítlu.

Verkefnavalið er mjög gott og úrvalið  hjá LA og reyndar almennt hérna í Eyjafirðinum er búið að vera frábært, Kardimommubærinn og Ávaxtakarfan eru sýningar sem litla skvísan hefur séð á síðustu 2 árum. Ég held að ég hafi séð eina sýningu fram að fermingu og það var Dýrin í Hálsaskógi og hefur það ekki skilað sér í miklum leikhúsáhuga hjá mér. Hins vegar er litla prinsessan á heimilinu æst í að fara í leikhús og er svo um ansi marga á svipuðu reki og hún. Það er því verið að "ala" upp kynslóð sem hefur vanist því að fara í leikhúsið og mun hún væntanlega halda því áfram svo framarlega að menn missi sig ekki í of listrænum sýningum á kostnað nýrra og forvitnilegra sýninga eins og LA hefur verið að bjóða uppá.

Vona að Magnús Geir og starfsfólk LA haldi áfram á sömu braut - aldrei að vita nema maður hrífist betur með og drífi sig á sýningu sem er ekki miðuð við yngstu aldurshópana.


mbl.is LA endurnýjar samning við Magnús Geir Þórðarson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband