Tippið

Jæja þá er komið að því að skella sér í Hamar og sinna tippinu. Þetta er fastur liður á laugardagsmorgnum hjá mér, að sinna tippinu, að vísu er smá forleikur á föstudögum. Föstudagskvöldin eru sem sagt tími forleiksins, þá setjumst við konan niður hugum að tippinu.  Konan er fljótust með tippið, hún er bara svo snögg að höndla það, er yfirleitt aldrei lengur en mínútu oftast svona í kringum hálfa mínútu. Ég vil hins vega gæla lengur við tippið, skoða það út frá öllum forsendum áður en látið er til skarar skríða.

Það hefur ekki gengið nægilega vel uppá við með tippið, erfitt að ná upp meðaltalinu og það sem verst er að ekkert kemur út úr því - tippinu.

Já áður en menn fara að halda að ég sé að perrast eitthvað hérna þá erum við aðvitað að tippa í getraunum og starfa ég með snillingunum Pálla Jó og Jóa Jóns í getraunaþjónustu Íþróttafélagsins Þórs Getraunir hjá Þór Árangurinn í tippinu hefur verið upp og ofan eins og  gengur, við hérna á heimilinu tippum alltaf á svokallaðar 10kalla raðir.

Þá merkjum við á eina röð sem kostar 10 krónur og er árangrinum haldið saman og eins og staðan er núna þá er ég, náttlega sjálfur atvinnugetraunasnillingurinn efstur, en Rebekka prinsessan á heimilinu ( þessi sem situr á öxlum mér á myndini ) fylgir mér eins og skugginn. Rebekka hefur gaman af þessu og þar sem hún er aðeins á sínu fjórða keppnistímabili í kapphlaupi lífsins þá þurfti fyrst að hjálpa henni. Spurði ég hana þá hvort hún vildi einn, x eða tveir. Svaraði hún alltaf samviskusamlega en í föstudagskaffinu í Hamri þá fyllti hún út seðilinn sinn sjálf og verður gaman að sjá hvernig þaða gengur. Auðvitað er örðu vísi að fá að skrifa sjálf og bara skemmtilegra. Ingibjörg fylgir okkur svo fast eftir og er ekki mikill munur á því hvernig aðkoma okkar er að þessu, ég með "vísindin" að baki en þær bara gera þetta eftir eigin höfði svo niðurstaðan er þessi.

Tippi er fyrir alla - allir að tippa hjá sýnu félagi eða þá bara velja 603 sem er getraunanúmer Þórs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband