Becks bara snilli

Það er ekki of sögum sagt að David Beckham er fæddur inn í Manchester United fjölskyldu og hefur frá blautu barnsbeini verið aðdáandi þess liðs. Draumur hans í barnæsku var að spila fyrir uppáhaldsliðið sitt og sá draumur rættist og hann hampaði bikurum með félögum sínum. Margir hafa sagt að allar leiðir frá Old Trafford séu "niðurleið" og er ljóst að þó svo að David Beckham hafi farið til stórliðs Real Madríd þá er bara eitt lið sem á hjarta hans og það er auðvitað æskufélagið.

Margir hafa gert mikið úr meintu ósætti hans og Ferguson og margumtalað "skóflug" í búningsklefa er margtuggið en hefur greynilega ekki myndað neina gjá á milli þeirra. Ferguson tók ákvörðun um að líf Beckham snérist of mikið um sviðsljósið utan knattspyrnuvallana og það kom niður á getu hans og því var hann látinn fara. Simple as that eins og Ferguson endar svo oft setningar á.

Ég og Rebekka horfðum saman á fyrri hálfleik í gær svona rétt áður en hún sofnaði kúrandi á maganum á mér. Maður fékk svona nettann hroll og tár á augnhvarm þegar snillingar á borð við Denis Joseph Irwin, Brian McClair, Ole Gunnar Solskjaer komu fram á völlin í smá viðtöl - þetta var bara skemmtilegt kvöld og markið hans Ronaldo var toppurinn á leiknum.


mbl.is Beckham: Ferguson sá besti í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ja hérna - lítið er ungs manns gaman  

Með Manchester (City) kveðju 

Páll Jóhannesson, 14.3.2007 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband