Kosningaloforð - ekki trúa þeim !

Svo vill til að "pólitískt minni" mitt er ekki mikið en þar sem það tengist mér ansi mikið þá man ég eftir loforði oddvita allra flokka á Akureyri í aðdraganda síðustu bæjarstjórnarkosninga.

Íþróttafélagið Þór hélt opinn stjórnmálafund í félagsheimili okkar 27. apríl í fyrra,  þar mættu allir fulltrúar framboðana:

  1. Jóhannes Bjarnason f. Framsóknarflokkinn.
  2. Oddur Helgi Halldórsson f. L- lista fólksins.
  3. Hermann Jón Tómasson f. Samfylkinguna.
  4. Baldvin Halldór Sigurðsson Vinstri Grænum. 
  5. Kristján Þór Júlíusson f. Sjálfstæðisflokkinn.

Ein af spurningunum sem komu úr salnum á þessum fundi var hvort stæði til að skipta um gólfefni í íþróttahöllinni og svöruðu allir fulltrúarnir því játandi - þótti nánast sjálfsagt að það yrði ráðist í það verkefni og það strax.

Besta svarið var frá Baldvini fulltrúa Vinstri Grænna þegar hann svaraði fyrirspyrjanda á þessa leið:

,,Átti þetta að vera eikarparket Gummi minn?”

En ástæða þessa hugleiðinga minna er svar núverandi bæjarstjóra Sigrúnar við fyrirspurn frá karfan.is - þar sem þeir spurðu um hvernig bæjarfélagið ætlaði að bregðast við nýrri reglugerð körfuknattleikssambandsins um að leikir í efstu deild skuli leiknir á parketi.

Svar Sigrúnar var á þessa leið:

Í nýjustu húsum Akureyrarbæjar hefur verið settur dúkur. En mönnum hefur greint á hvort parket eða dúkur sé hentugra gólfefni fyrir þá fjölbreyttu starfsemi sem er í þessum húsum. Miðað við þær fréttir sem berast nú frá Körfuboltafélögum og fyrirhugaðar sektargreiðslur fyrir að leika ekki á parketi þá er ljóst að bæjarfélagið þarf að endurskoða þessi mál. Íþróttahöllin hefur verið töluvert notuð í körfunni, við erum að ráðast í viðgerðir á þaki hallarinnar nú í sumar og síðan verður tekin ákvörðun um gólfefni. Það er engu að síður ljóst að parketgólf þar myndi skerða notkun hennar fyrir aðra starfsemi þannig að nauðsynlegt er að skoða málið í heild sinni og sjá hvar körfunni verður best komið fyrir.  (tekið af karfan.is)

Er þá nema von að maður spyrji er eitthvað að marka kosningaloforð ? Sé í það minnsta ekki JÁ í þessu svari hennar.

Varla liðið nema ár síðan parketi var lofað og málið allt orðið ansi loðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband