Alltaf rafmagnslaust í sveitinni ?

Vekur furðu mína að það eru fréttir í hverjum mánuði af rafmagnsleysi á suðvesturhorninu, hélt að það ætti nú að vera þokkalegar lagnir þarna ? Ekki er það ísing eða samsláttur á línum sem veldur þessu eins og var stundum á síðustu öld "úti á landi". 

Man það í barnæsku að rafmagnið fór oft af og þá iðulega í vondum veðrum svo maður var orðinn vanur að rata að vasaljósinu og upp í skáp að ná í kerti. Var nú alltaf stemming að vera með kerti sem ljósgjafa og heyra í veðrinu úti og reyna að rýna út um hélaðar rúðurnar. En núna virðist þetta bara vera tæknin sem er að stríða en ekki veðrir, kanski orðinn þörf að einkavæða OR svo hún vari að standa sig ? 


mbl.is Rafmagn komið á í Kópavogi og Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband