íþróttafréttamenn að skíta uppá bak

Er ekki verið að grínast með þessu vali ?

Hvar var Jón Arnór Stefánsson ? sem svo sannarlega átti þetta skilið. Hann er að spila í sterkustu deild í heimi það er meistaradeildini og svo lykilmaður hjá liði sínu á Ítalíu, einni sterkustu deild í heimi. ....    nú segi ég eins og stjórnmálamenn ég vil fá greinargerð um þetta val.

Mér er næst að halda að réttast væri að kæra þetta fyrir jafnréttisráði því annað en að Margrét sé kona getur varla legið að baki valinu ?

Eða hvað finnst ykkur ?? 

 


mbl.is Margrét Lára íþróttamaður ársins
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Kanski best í kvennaboltanum hérna heima, en er ekki ennþá orðin atvinnumaður sem hlítur að teljast ákveðinn stimpill.

Svo muna flestir eflaust eftir því að hún ver EKKI kosinn best á lokahófi þeirra knattspyrnumanna, og þá skrifuðu margir íþróttafréttamenn langa bálka um svindlið þar... voru þeir kanski að bæta fyrir það núna ? 

Rúnar Haukur Ingimarsson, 28.12.2007 kl. 20:33

2 identicon

Er það ekki rétt munað að Jón Arnór hafi ekki nennt að taka þátt í nokkrum verkefnum landsliðsins á þessu ári? og verið langt frá því frammúrskarandi í þeim sem hann hefur tekið þátt.

 Og ef rökin um sterka deidlarkeppni eiga við þá má benda á það að Ívar Ingimarsson var valinn besti leikmaður spútniksliðs ensku deildarinnar á síðasta tímabili.

Fannar (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 20:34

3 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Jamm og hvar var Ívar í þessu kjöri ? að vísu var hann arfaslakur með landsliðinu í flestum leikjunum.

Held ég muni það rétt að Jón Arnór hafi ekki tekið þátt þar sem landsleikirnir stönguðust á við undirbúningstímabilið hjá liðinu hans.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 28.12.2007 kl. 20:37

4 identicon

Af öllum sem kom til greina þá átti hún þetta minnst skilið. Ef standard-inn er að bæta markmet í efstu deild í áhugamannadeild þá er spurning hvort að einhver 19 ára íslenskur strákur fari ekki bara til Andorra og verði markhæstur þar. Hann hlýtur þá að fá þessi verðlaun, tja miðað við ef menn eru samkvæmir sjálfum sér.

Brynjar Birgisson (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 20:44

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef að mælikvarðinn er að vera í frægu liði í útlöndum þá hefur þú rétt fyrir þér....en satt að segja ert það þú sem skítur upp á bak í þessu máli

Jón Ingi Cæsarsson, 28.12.2007 kl. 20:47

6 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Er það mælikvarði að vera markahæðstur í besta liðinu hér heima á íslandi ? nei kallinn minn skíturinn er allur þín meginn

Flestir sem verða atvinnumenn skara frammúr þeim sem eru að spila þá iþrótt en komast ekki í atvinnumensku. Þannig líta nú flestir á það, það er hins vegar rétt að það nægir ekki að verma tréverkið í frægu liði til að vera bestur - menn verða að spila og standa sig vel einmitt það sem Jón Arnór er að gera en hins vegar er hann ekki í réttri íþróttagrein og því eiga frétti af gengi hans og liðinu ekki auðvelt með að rata í fjölmiðla. Hins vera vitum við allt um einhverja fótboltamenn sem spila í noregi og hvort þeir hafi komið nálægt bekknum eða jafnvel setið á honum og sem betur fer eru margir að spila vel og standa sig.

Mér dettur nú í hug Akureyringurinn Kristján Örn Sigurðsson meistari í liðinu sínu og einn sá besti í Noregi en komst ekki á blað 

Rúnar Haukur Ingimarsson, 28.12.2007 kl. 20:54

7 identicon

Það hefði verið skandall ef einhver annar knattspyrnumaður hefði fengið þetta. Eiður er hjá Barca, ekki á hann að verða bestur á Íslandi fyrir það og skildi aldrei hvað hann var að gera á topp 10. Eða þá einhver annar úr þessu karlalandsliði okkar. Ég er mjög sátur við þetta hélt reyndar að Jón Arnór tæki þetta en þetta kom ekki á óvart.

Guðjón Freyr (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 21:02

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Margrét Lára er glæsilegur fulltrúi íslenskra íþróttamanna og þú ættir að skammast þín að tala svona þó þú sért ekki sammála.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.12.2007 kl. 21:02

9 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Jamm hún er fínn fulltrúi kvennaknattspyrnu og flottur íþróttamaður stendur sig vel þar en það er af og frá að hún sé besti íþróttamaðurinn - þetta kjör er bara að vera brandari hjá iþróttafréttamönnum.  Nægir bara eitt og sér þetta með atvinnumennsku í mínum huga.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 28.12.2007 kl. 21:04

10 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Núna ertu að grínast, þetta eru einstaklingsverðlaun

Rúnar Haukur Ingimarsson, 28.12.2007 kl. 21:07

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Baldur hittir naglann á höfuðið... þetta eru ekki einstaklingsverðlaun eingöngu enda varla hægt að horfa fram hjá því að leikmenn í hópíþróttum eru hluti af heild.. Margrét Lára er burðarás í knattspyrnulandsliði Íslands og það lið er á heimsmælikvarða hvort sem þér líkar það betur eða verr. Við eigum aðeins tvö svoleiðis...handboltalið karla...þar fær Ólafur annað sætið sitt í valinu og svo kvennaliðið í knattspyrnu sem er hársbreidd frá því að komast á stórmót á heimsvísu og þar á Margrét Lára stóran hlut. Því miður eru karlalandsliðin í körfu og fótbolta afar slök og þar líða þeir í þessu kjöri Eiður Smári sem vermir varamannabekk Barcelona og Jón Arnór sem loksins núna virðist vera að ná sér aðeins á strik. Að velja td Eið Smára núna hefði verið móðgun við hann sjálfan...enda hefur hann átt slæmt ár...bæði hjá félagsliði og landsliði.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.12.2007 kl. 21:15

12 identicon

Baldur R., nú þarft þú aðeins að kynna þér staðreyndir.  Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann 8 af 9 leikjum sínum á þessu ári, eini tapleikurinn var úti gegn Finnum.  Karlalandslið Íslands í körfubolta 'drullaði' semsagt ekki upp á bak.

Snorri Örn Arnaldsson (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 21:17

13 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Það má líka ekki gleyma henni Rögnu badminton konu hún er topplistanum í Evrópu ef ég man rétt innan við 20 sæti.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 28.12.2007 kl. 21:20

14 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er tilgangslaust að ræða við menn sem eru blindaðir af stjörndýrkun og sjá ekki málið í heild sinni... þetta kjör er til sóma og glæsilegur íþróttamaður var valinn og hana nú

Jón Ingi Cæsarsson, 28.12.2007 kl. 21:21

15 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

uhu - stjörnudýrkun... er það ekki einmitt þú kallinn minn Heillaður af sætri stelpu ?

Rúnar Haukur Ingimarsson, 28.12.2007 kl. 21:23

16 identicon

Vá hvað þú ert ógeðslega mikill dóni! Geturu ekki sýnt henni virðingu og samglaðst henni eða bara haldið kjafti.
Hún er með bestu kvennaknattspyrnukonum heims þrátt fyrir að spila heima.
Farðu svo og lærðu stafsetningu svo fáviska þín skíni ekki svona vel í gegn.

Inga (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 21:57

17 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Inga mín, stafsetning hefur ekker með fávisku mína að gera, oft er nú bara fingraskortur á lyklaborðinu um að kenna +

Vissulega er stelpan góð en að hún sé á meðal þeirra bestu, hvar hefur þú séð það ? 

Rúnar Haukur Ingimarsson, 28.12.2007 kl. 22:01

18 identicon

Þetta er bull, Margrét er flott ekki spurning en Arnór tók þetta ekki spurning!

 Það þarf að taka þetta af þessum vesalings íþróttafréttamönnum enda hafa þeir sýnt að þeir geta ekki sinnt þessu starfi (að velja íþróttamann ársins) né valið neitt annað. Hvað er valið hjá þeim? Auðvitað af því sem þeir sýna hvað mest af!

Er þetta ekki spurning um þjóðina og hvað henni finnst frekar en vesalings stýrðum "íþróttamönnum" sem halda þeir séu að segja fréttir. Þeir eru ekki hlutlausir, Þeir segja fréttirnar eins og við eigum að heyra þær enda sést það best á hvað er í vali á hverju ári.

 Arnór er nr 1 þetta árið!

Ingi (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 22:05

19 identicon

"fingraskortur" hefur ekkert með þetta að gera.
Annars er tilgangslaust að reyna að ræða við menn eins og þig.

Inga (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 22:12

20 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

ok Inga mín vona bara að þú hafir það gott á lyklaborðinu áfram - annars finnst mér það bara vera dónaskapur hjá þér að bera fávisku uppá fólk þó svo það sé ekki með 10 á lyklaborðinu.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 28.12.2007 kl. 22:16

21 identicon

Ég biðst afsökunar Rúnar Haukur.

Inga (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 22:18

22 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Samþykkt

Vill einnig taka það fram að ég óska Margréti til hamingju með kjörið ekki spurning. Finnst hún bara ekki vera besti iþróttamaðurinn á landinu á árinu sem er að líða.  

Rúnar Haukur Ingimarsson, 28.12.2007 kl. 22:22

23 identicon

Rúnar minn.

Margrét átti þennan tiltil algerlega skilið, enda alger yfirburðarmaður í sinni grein. Mig minnir að BARA HÚN hafi skorað fleiri mörk en öll liðin í deildinni nema valur og kr ( minnir það ). Og ég fullyrði að ef hún væri með typpi, væri eiður smári væri hún miklu, miklu sterkari en hann. Eiður er vissulega frábær, en hann átti einfaldlega ekki gott ár, 8 sætið í þessu kjöri segir allt sem segja þarf í þeim efnum.

Og skv þínum fuðulegu reglum geta einfaldlega ekki stepur orðið íþróttamenn ársins, því þær komast eðli málsin skv ekki í karlalið barcelona.

stebbi (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 23:05

24 Smámynd: Anna Lilja

Ég skil ekki alveg hvernig þú færð það út að það sé samasemmerki á milli þess að þeir íþróttamenn sem láti að sér kveða á erlendri grundu séu einnig þeir bestu. Það þarf alls ekkert að vera þannig.

Anna Lilja, 28.12.2007 kl. 23:06

25 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Stebbi - hjartanlega sammála þér með Eið Smára. 

Það er ekki mikið mark takandi á því að hún hafi skorað öll þessi mörk - jú að vísu fóru þau öll í markið  En þeir sem eitthvað fylgjast með kvennaknattspyrnu vita að það er ekki eins gefið í liðin.  Þar hópast landsliðsstelpurnar í 2-3 lið sem eru auðvitað yfirburðarlið og þá er auðvelt að skora fullt af mörkum -  Er viss um að hún hefði ekki skorað nema brotabrot ef hún hefði td verið í ÍR.

Varla hægt að bera árangur hennar saman við td Ívar Ingimarss sem var einn aðalmaðurinn í Reading og klárlega einn af þeirra bestu mönnum þó svo að hann hafi ekki brillerað með landsliðinu. En svona er þetta alltaf - erfitt að bera saman.

En mér finnst bara að vera markahæst í öðru af langbestu liðunum hér heima ekki tilefni til þess að vera besti íþróttamaðurinn - spurning með Ásthildi sem var ein af þeim betri í Svíþjóð og deildin þar er töluvert sterkari en deildin hér heima.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 28.12.2007 kl. 23:18

26 identicon

íslenska krónan er greinilega ekki nógu sterk við þurfum að breita þessu kjöri íþróttar maður ársins erlend mynt íþóttar maður ársins erlend mynt?

björn hjörtur einarsson (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 00:02

27 Smámynd: Páll Jóhannesson

Rúnar minn! ég er sammála þér að mörgu leiti. Að mínu mati er Jón Arnór Stefánsson fremsti íþróttamaður þjóðarinnar í dag.

Margrét Lára er einnig flottur íþróttamaður. En er nema von að maður spyrji sig þeirra spurninga af hverju var hún ekki valin besti leikmaður Íslandsmótsins í sumar? þar sem leikmenn, þjálfara og forráðamenn liðanna kusu? höfðu þeir ekki vit á hlutunum? eða hafa íþróttafréttamennirnir meira vit á þessu í sínu kjöri?

En ég samgleðst Margréti Láru það er engin spurning. En ég spyr mig hvað veldur þeirri blindni að Jón Arnór skildi ekki komast í hóp þeirra þriggja efstu? ég hef miklar efasemdir og hef haft lengi, hvernig staðið er að kjöri íþróttamanns Íslands.

Páll Jóhannesson, 29.12.2007 kl. 00:23

28 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Held að þetta hafi verið múgæsingur íþróttafréttamanna. Stóðu knattspyrnukonur sig eitthvað betur en handknattleikskonur? Hvar var fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik? Stóð hún sig ekki jafn vel og Margrét Lára?

Þeir yfirburðir sem íþróttamaður ársins hafði í kjörinu, segir mér að þetta voru saman tekin ráð. Þeir hafa því í raun dregið úr vægi sínu í vali á íþróttamanni ársins. Verða þeir marktækir að ári? Íþróttafréttamenn þurfa að vinna sér inn traust að nýju. Spurning hvort þeir geta það?

Þá má alveg velta því fyrir sér hvort sérhæfing íþróttafréttamanna, sérstaklega þeirra sem eingöngu fjalla um knattspyrnu, þvælist fyrir þeim í þessu máli. Eru þeir sem eingöngu fjalla um knattspyrnu orðnir svo margir að þetta kjör mun eingöngu snúast um knattspyrnumenn í framtíðinni?

Birgir Þór Bragason, 1.1.2008 kl. 22:11

29 identicon

Ég get samt ekki séð að það liggi í augum uppi að Jón Arnór hafi átt að vinna. Það kemur kannski að einhverju leyti til af því að ég fylgist ekki með körfubolta.

Ég var á því að Ragna eða Birgir Leifur tækju þetta.

 Annars virkar það dálítið sérkennilegt hvernig þetta kjör gengur í bylgjum, fyrir nokkrum árum var talað um að þeir sem stunduðu hópíþróttir ættu varla séns á að vinna, en nú er það orðið þveröfugt.

 Einföld samantekt sýnir fram á þessa sveiflu:

Síðustu 6 ár hafa 4 einstaklingar fengið þennan titil, 2 í knattspyrnu og 2 í handbolta.

Síðustu 12 árin þar á undan var aðeins einu sinni einstaklingur úr þessum greinum valinn, það var Geir Sveinsson árið '97.

Reyndar er það svo að fyrir utan árin 2004 (Eiður), 2005 (Eiður) og 2007 (Margrét Lára) þá þarf að leita aftur til ársins  '87 til að finna knattspyrnumann (Arnór).

Hins vegar hefur það ekki komið í hlut körfuknattleiksmanns að fá þennan titil síðan '66 (Kolbeinn Pálsson)

 Af hverju þessar bylgjur stafa get ég ekki sagt til um, þetta er auðvitað huglægt mat hvers og eins. Það er auðvitað aldrei einhver einn sem er "bestur".

-DJ- (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband