munur á dísel og bensíni ?

Getur einhver sagt mér af hverju þessi rosa munur er á bensíni og dísilolíu í verði ? Hann stigmagnast og fyrir ekki löngu var verðið svipað ef ég man rétt en núna um 17 krónur miðað við smá verðkönnun í dag. Átta mig ekki á af hverju þarf að hækka altaf dísel um krónu eða meira umfram bensín þó svo að hækkunin sé "bara" 2-3 krónur.

 

 


mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég heyrði að það væri vegna þess að stór hluti þeirra sem nota dísil geta ekki hætt að nota það þótt verðið hækki.  t.d. flutningabíla, vörubílar, vinnuvélar, raforkuver og lestir.  Því er hægt að pína það hærra upp.   Það er bara sárast að þessar hækkanir eru bara vegna spákaupmennsku og veikingu dollars - ss. ekki vegna skorts.

ivar (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta stafar fyrst og fremst af því að maður fær meiri varmaorku í lítranum af dísil en bensíni sem nemur eðlisþundarmuninum um 12%. Vélar til að brenna dísilolía eru auk þess með um 10% betri varmanýtni en hafa hinsvegar alltaf verið talsvert dýrari og viðhaldsfrekari en bensínvélar sem hefur sennilega haldið verðinu á dísilolíu niðri. Eftir að ríkistjórnir víða um heim tóku að niðurgreiða dísilvélar í einkabílum undir merkjum umhverfisvermdar er hagkvæmara að nota dísil á minni farartæki sem hefur stór aukið eftirspurnina eftir dísilolíu á kostnað bensíns.  Framboð og eftirspurn eru því hér sem fyrr það sem ræður verðinu. Þetta segir manni líka að tilraunir til að minka útblástur gróðurhúsalofttegunda á heims vísu með því að stjórna í hvaða formi jarðolíu er brennt á bílum er dæmt til að mistakast og skilar í besta falli engu. Og sennileg er staðan heldur verri en ella því nú er kominn upp sú staða að litlu máli skiptir hvort notast er við bensín eða dísilolíu til húshitunar og ef það fer að gerast er ljóst að skaðinn af þessum aðgerðum manna er verulegur.

Guðmundur Jónsson, 24.5.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband