45 mills

Ætli það sé ekki svipað og velta Þórs og KA til samans er á einu ári. Fótboltinn verður alltaf fáránlegri og fáránlegri, ríku klúbbarnir ríkari og má segja að það sé farin að verða fákeppni þarna. Hundleiðinleg þróun og bara ávísun á leiðinlegt mót þegar það eru bara 2-3 félög sem eiga mestan pening og kaupa alla leikmenn sem klára fleiri en 10 heppnaðar sendingar í leik.

Vil sjá þessa peninga sem koma erlendis frá fara til sérsambandsins og það deila honum jafnt á milli félaga eftir formúlunni sem það notar til að skipta  molunum sem eftir standa þegar bestu liðin eru búin að fá sitt.


mbl.is Valur fær 45 milljónir frá UEFA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey Hr. bitur.   Þeir fá peningana sem vinna titlana.  Kef átti t.d. séns í ár að gera eitthvað til að fá seðil næsta sumar en drullaði fallega upp á bak.  Ég er ekki alveg að sjá t.d. F.H. owna deildina miðað við hvað þeir hafa unnið hana oft síðastliðin ár.

Skari (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 01:28

2 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Já bitur, þú mátt kalla það hvað sem þú villt. Það eru sem betur fer fleiri sem sjá þetta að þetta er mikil mismunun og gerir allt umhverfi í starfinu mjög svo brenglað. Menn eru að eyða um efni fram til og treysta á að vinna titla og fá þá þessar sporslur en ef það tekst ekki hvað þá ? Hvar kemur það niður þegar þarf að skera niður kostnað til að vinna niður skuldirnar þegar menn átta sig á vitleysunni ?

Ekkert nema gott mál að UEFA sé að styrkja okkur en þeir ættu bara að styrkja barna og ungmennastarfið, já gætu líka lagt þetta í sjóði til að efla þjálfaramenntun, dómaramenntun svo gætu þeir líka látið þetta renna í ferðakostnað liðana í deildunum.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 6.12.2008 kl. 08:05

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Hr.Rúnar er sammála þér,.....og nú vantar þennann ungmennafélagsanda sem réð ríkjum hér áður en þessir miklu peningar komu inn í fótboltann...nú spila menn bara hvar millurnar er mest borgaður..skítt með hvað liðið heitir....  það er svo sannarlega ekki kreppa hjá þeim sem eiga Vodafonehöllina,svo er RVK borg líka búin að ausa þar aurum.Kveðja til Þórsara....ekki UTD samt 

Halldór Jóhannsson, 6.12.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband