Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Rólegir hann á eftir að hita upp !

Er nú ekki viss um að meiðslasnillingurinn Louis Saha sé neitt að fara spila. Hann á eftir að taka sér ýmsilegt fyrir hendur, áður en hann kemst á bekkinn,  sem gæti orsakað meiðsli. Hann gæti til dæmis slasað sig við að tannbursta sig, jafnvel slasast eftir viðureign við fjarstýringuna tala nú ekki um ef hann er með margar sem gera aðsúg að honum þegar hann vill skipta um rás á sjónvarpinu. Það er hægt að telja upp ansi margt sem kall kvölin gæti slasað sig við en ég held að það sé best að selja hann sem fyrst....   Mér dettur í hug að keppinautarnir í Liverpúl gætu hugsanlega notað hann, þar tíðkast hvort er eð ekki að menn spili of marga leiki, svona einu sinni í mánuði og Saha gæti hugsanlega spilað einn leik í mánuði ef hann er heppinn með meiðsli.

 


mbl.is Saha aftur í baráttuna með United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir labba víst einir - á botninum

Mátti bara til að böggast aðeins í púlurunum
mbl.is Liverpool lá í Istanbul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn er von

Eða hvað ?  Er ekki formúlan að setja stórkostlega niður þetta keppnisstímabil. Helstu fréttir af formúluni eru njósna og kærumál. Það þarf að stokka þetta allt saman upp fyrir næsta tímabil, hætta þessu rugli sem er í gangi.

En við Hamilton menn gefumst ekki upp fyrr en við vinnum, sama hvern og hvað við þurfum að kæra - allt sem við getum svo Ferrari verði ekki sigurvegarar


mbl.is Rannsókn á bensínsýnum gæti breytt úrslitum brasilíska kappakstursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hmm....

Má ekki líka setja þetta upp þannig að þú getir gengið að því vísu að geta nálgast rauðvínsflöskuna eða bjórinn þegar þér langar en ekki þegar ÁTVR hugnast að hafa verslanir sýnar opnar þá fækki flöskunum/baukunum sem menn eru að eiga heima ?

Ég held nefnilega að margir eigi við það vandamál að stríða að þegar hlutirnir eru til hvort sem það eru kökur, gos eða bjór heima þá séu líkurnar meiri að þú freistist í hlutina og klárir þá en ef þú átt engan lager heima því aðgengið er auðvelt þá rennir þú bara út í búð ef þig langar í reddara með grillinu - já eða bjór með leiknum. Menn verða líka að átta sig á því að drykkjuvenjur íslendinga hafa sem betur fer breyst með aukinni neyslu á léttari vinum eins og rauð/hvít - vinum og bjór.

Þá strax kom þessi tilhneyging í ljós að menn áttu ansi erfitt með að stoppa fyrr en flaskan var tóm og og því er betra að klára reddara en vodka Smile

Vil sjá söluna gefna frjálsa og látum tímann leiða það í ljós hvort við höndlum þetta álaga að geta keypt þessa vöru út í Netto - ef þjóðin verður útúrdrukkin á því að geta keypt sér flösku hvenær sem er þá má alltaf hverfa aftur til tímans í dag.  Spurning að fara bara lengra og banna bara bjór og léttvínssullið og jafnvel allt áfengi og taka bara upp landann ef menn vilja dettaíðþað.


mbl.is Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjálfaradagarnir taldir ?

Einhvern veginn finnst mér þessi ummæli Geirs benda til þess að dagar Eyjólfs í sæti landsliðsþjálfara renni út um leið og samningur hans. Geir hefur verið skeleggur í að styðja þjálfarann í gegnum súrt og sætt fram að þessu.

Annars hefur mér nú fundist KSI oft taka ansi skrítnar ákvarðanir og þær stofnanir sem undir þeirra hatti eru, nýjasta dæmið var þegar síðasti leikur Þórs og KA í 1. deildini fór fram klukkan 17:15 á föstudegi þann 28. september. Að vísu þarf að taka með í reikninginn að það er farið að skyggja ansi snemma. En það sást á aðsókninni á leikinn að það er glórulaust að spila leiki á miðjum degi þegar þorri fólks er að vinna til 18 og á þá eftir að ganga frá á vinnustað og koma sér svo á völlin.

Sektir uppá 10 þúsund sem þjálfarar voru dæmdir í fyrir að hrauna ódáðahraun yfir dómara að leikjum loknum í fjölmiðlum var allt og sumt sem þeim datt í hug og er varla til þess fallið að menn láti af þeirri iðju.

Fleir atriði sem koma frá þessu stærsta og ríkasta sérsambandi eru ansi skrautleg en nenni bara ekki að rifja þau upp hérna og ergjast yfir því í leiðini - maður á jú að horfa fram á veg en ekki dvelja í fortíðini.Smile

 


mbl.is „Þjálfarinn ábyrgur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver kaus þennan nýja meirihluta ?

Maður veltir fyrir sér tilgangi kosninga núna í kjölfar þessa skrípaleiks. Alveg óháð því hvort mönnum finnist að það ætti að skipta út manni í Símaauglýsingunni og setja Binga sem Júdas þá veltir maður fyrir sér af hverju að skipta um meirihluta eða hvað þessi gjörningur er kallaður.

Ef ríkjandi meirihluti fellur af hverju segir hann ekki bara af sér og nýjar kosningar boðaðar ? er það ekki lýðræði ?

Finnst þessi skrípaleikur undanfarið snúast um gremju R-lista fórkólfanan með Don Alfreð í fararbroddi að hafa misst Reykjavík í síðustu kosningum en og því að ná að hefna sín á sigurvegurum sömu kosninga - tapsárir er orðið.

Auðvitað er þetta skurmskæling á lýðræði og snýst bara um að komast að völdum hvað sem það kostar og já æi þarna fíflin kjósendur þið ráðið engu.


mbl.is Svandís: „Valhöll getulaus í erfiðum málum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband