Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Grey kallinn hann Móri

Það liggur við að óvinur allar númer eitt - nema kanski John Terry, fara að afla sér hluttekningar. Grey kallinn, ekkert gengur upp, bara 6 vítaspyrnu dæmdar á United á Old Trafford, síðan Móri tók við Chelsea.

Alveg ljóst að þeir njóta algjörra sérréttinda í þeim málum. Dómarar hafa fengið skipun um að dæma ekki víti á Old Trafford nema þá á aðkomuliðið.
En viti menn hvað hafa margar vítaspyrnur verið dæmdar á Chelsea síðan Móri tók við ?

Alveg heilar 2 !

Svo fær Móri engan pening til að kaupa leikmenn og Phil Neville má þakka fyrir það að Móri beri ekki slæmar tilfinningar til hans :-)

Greyið kallinn hann Móri


mbl.is Mourinho: Ber ekki slæmar tilfinningar til Neville
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra þarna en í umferðinni

Heldur hefur þetta verið dýrt að vera að leika sér þarna á svæðinu. En samt betra að þetta gerist á lokuðu æfingasvæði en úti í umferðinni.
Löngu kominn tími á æfingasvæði - sportbílar eru staðreynd og auðvitað kítlar eigendur þeirra gæla aðeins við pinnann
mbl.is Umferðaróhapp á æfingasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjögura ára og kann tökin á tippinu

Að sinna tippinu er ekki auðvelt - stundum er eins og maður ráði bara ekkert um hvað kemur út úr tippinu. Margir utanaðkomandi þættir hafa áhrif á tippið - oftar en ekki þættir sem maður ræður bara ekkert við. Það gerir allt í sambandi við tippið svo vandmeðfarið, maður veit ekkert hvað kemur út fyrr en að leik loknum. Oft setur maður upp spekingslegann svip, spáir í viðfangsefnið, skoðar línurnar. Forleikurinn er tímafrekastur hjá sumum allar hreyfingar viðfangsefnisins eru kortlagðar, betri heima eða ekki heima - fyrri reynsla ?

Svo þegar nálgast hámarkið þá kemur oft efinn - var þetta vitlaus aðferð .. átti maður að taka meira mark á fyrra skori.. eða hlusta á þá sem reynsluna hafa á viðkomandi  ?

Þegar svo afrakstur erfiðisins liggur fyrir framann mann þá er gleðin ekki alltaf jafn mikil stundum veit maður að það var alveg hægt að gera betur. Bara ef maður hefði farið aðeins rólegar í hlutina og spáð meira í aðferðarfræðina. Maður rennir yfir þetta í huganum og pælir í  hvort maður hafi verið of  mikið vinstrameginn eða kanski hægrmeginn ? Miðjan er yfirleitt ekki góð, oftast lítið að fá út úr því að einbeita sér að henni.

Þrátt fyrir þessar pælingar og áratuga reynslu mína þá er það nú þannig að litla prinsessan mín, Rebekka Unnur kann best á tippið á heimilinu. Hún byrjaði nú bara nýlega að stunda tippið og bara í síðasta mánuði sem hún fór að valda því alveg sjálf, enda bara 4 ára.

Fyrst fór tippið þannig fram að ég spurði hana "segðu einn, egs eða tveir" og hún svaraði sammviskusamlega en núna er hún farinn að fylla út sjálf. Skrifar mjög fallega einn, egs eða rievt ( skrifar tveir öfugt )

Rebekka hefur náð 10 réttum, 9 réttum í tvígang og í ein 3 skipti verið með sama eða hærra skor en húskerfið sem við erum með hjá Íþróttafélaginu Þór en í gær þá náði hún 11 réttum á seðil sem kostaðir heilar 10 krónur. Þess má geta að húskerfið fékk 9 rétta ( kerfið gekk ekki alveg upp ) og kostaði það um átta þúsund Smile

Svo það er ljóst að það skiptir engu máli hver þú ert, hvað þú ert gamall eða hversu mikill sérfræðingur þú ert í sambandi við enska boltann - allir geta unnið í getraunum 

Rebekka fékk eins og staðan er núna 490 krónur í vinning fyrir 10 krónu seðil. 


 


Hvurslags skrif eru þetta ?

Er nema von að maður spyrji- hver vitleysan á eftir annari í skrifum hérna á íþróttahluta mbl.is

í frétt um að United sé með fimm stiga forskot eftir ótrúlega sigur á Everton stendur:
"Á Stamford Bridge kom Lubomir Michalik Bolton yfir en Salomon Kalou jafnaði skömmu síðar og tíu mínútum fyrir leikslok skoraði Jussi Jaaskaleinen sjálfsmark fyrir Bolton. Kevin Davies jafnaði fyrir Bolton á 53. mínútu og þar við sat."

Enn á ný lítur út fyrir að blaðamaður þekki ekki nógu vel til knattspyrnu - þar sem það er frekar skrítið að Jaaskaleinen skori tíu mínútum fyrir leikslok en svo skorar Bolton eftir það á 53 mínútu - hvenær voru þá leikslok ??

Minni aftur á frétt færslu http://www.mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1265745

þar sem þekking þeirra sem skrifa á mbl.is virðist afar takmörkuð á hvernig fótboltaleikur fer fram :-)

EN burtséð frá þessu þá var þetta frábær sigur í dag og hvaða hugsanir hafa farið um huga Móra þegar Phil Neville setti markið og jafnaði leikinn fyrir United ??


mbl.is Man.Utd. með fimm stiga forskot eftir ótrúlegan sigur á Everton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taugarnar maður - taugarnar

Úff - maður er strax kominn með hnút í magann fyrir leikinn og ekki bætir það ástandið að sjá hópinn fyrir leikinn:

Van der Sar, Kuszczak, Fletcher, O'Shea, Brown, Heinze, Evra, Ronaldo, Scholes, Carrick, Giggs, Rooney, Smith, Solskjaer, Eagles, Dong, Lee, Marsh, Barnes, Burns. 

Ekki beint besta liðið okkar en vona að það dugi og vörnin haldi svo Milan skori ekki - það er hins vegar ljóst að byrjunarliðið á ekki von á að bekkurinn andi ofan í hálsmálið á þeim.

Varla að maður viti hverjir þessir heiðursmenn eru: Eagles, Dong, Lee, Marsh, Barnes, Burns - og reynsla þeirra er ekki mikil í aðalliðinu Smile

 


mbl.is Ferguson: Óttast ekki AC Milan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra seint en aldrei .....

en hugsa samt að það bæti ekki upp þann tíma sem viðkomandi sat saklaus í fangelsi. Spurning líka hvort í landi lögfræðingstóðsins hann verði ekki ríkur maður ? Eða eru yfirvöld búinn að búa þannig um hnútana að það er ekki hægt að fara í mál og fá bætur vegna þessa ?

 


mbl.is Saklaus á bak við lás og slá í aldarfjórðung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lang laaang bestur !

Þá er það komið Cristiano Ronaldo dos Santos Aveiro er bestur og efnilegastur í Englandi !

Hann var valinn efnilegastur, Fabregas annar og Aaron Lennon þriðji - held að það sé ekkert sem kemur á óvart þarna.

Í kjöri á besta leikmanninum var Ronaldo hlutskarpastur og Drogba annar og hinn "endurfæddi" Scholes þriðji. Þarna er heldur ekkert sem kemur á óvart - kanski var bara spurning um hvort Scholes eða Giggs næði þriðja sætinu :-)

Rúsínan í pylsuendanum var svo lið ársins !

PFA Premier League Team of the Year 2007

Edwin van der Sar, Gary Neville, Nemanja Vidic, Rio Ferdinand, Patrice Evra (allir frá Man Utd); Ryan Giggs, Paul Scholes, Cristiano Ronaldo (allir frá Man Utd) & Steven Gerrard (Liverpool); Didier Drogba (Chelsea) & Dimitar Berbatov (Tottenham)

Special Merit Award - Sir Alex Ferguson

Þetta var sem sagt ágætur dagur - Chelsea missteig sig og Móri grenjar yfir dómgæslu og að Chelsea njóti ekki sömu "réttinda" og United :-) - er þetta bara ekki merki um að Móri er að missaþað ?


Spenna

Segi nú fyrir mig að ég gæti alveg verið laus við þessa spennu sem er farinn að myndast eftir töpuð stig í gær. Sá ekki leikinn en fylgdist aðeins með á netinu og ef tölfræði í netmiðlum er eitthvað nálægt lagi þá áttum við að klára þennan leik.

Tölfræði af sportinglife.com

Man. Utd STAT ATTACK Boro
9 Shots On Target 5
12 Shots Off Target 5

Ef liðið heldur áfram að búa til svona mörg marktækifæri og spila áfram af svipuðum styrk þá held ég að við klárum Mílan í evrópukeppninni og þá efast ég ekki um að ensku deildinni verður rúllað upp.
En ef eitthvað panik myndast þá endar þetta kanski í fernu hjá Chelsea ?


mbl.is Ferguson: Hleyptum Chelsea inní baráttuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maðkur í mbl-mysuni

"Arsenal hafði gífurlega yfirburði í síðari hálfleiknum og þegar Adebayor skoraði sigurmarkið var það 12. marktilraun Arsenal í hálfleiknum gegn engri hjá Tottenham. En þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir leiktímann skoraði Jermaine Jenas jöfnunarmark Tottenham með glæsilegu skoti af 20 metra færi, 2:2." Er ekki alveg að fatta þessa frétt, fór leikurinn 2-2. Hvernig stendur þá á þessu ? að "Adebayor skoraði sigurmarkið " Telst kanski markið sem Jermaine Jenas skoraði "þegar þegar fjórar mínúturfram yfir leiktímann" ekki með og já af hverju var verið að spila áfram eftir að leiktíminn var liðinn ? Hélt að ég vissi margt og mikið um fótbolta en eftir þessa frétt er ég í vafa ... Mörgum spurningum ósvarað: -Hvernig getur leikur endað í jafntefli þegar annað liðið skorar sigurmark. -Af hverju mátti annað liðið spila ( það skoraði þá svo þeir hafa þá verið inná ) áfram eftir að leiktíma líkur. -Hvernig endaði leikurinn ?

 -- 22-04-07 Uppfærsla - sé að mbl.is hefur lagað fréttina hjá sér :-)

 


mbl.is Tottenham jafnaði gegn Arsenal á síðustu stundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldarperumynd

Hvað þetta er skemmtilega mynd, hefur aldeilis kviknað á perunni hjá umhverfisráðherranum :-)
Best að hafa þessa færslu ekki lengri svo tölvan komist sem fyrst í orkusparandi ham.
mbl.is Sala á glóðarperum væntanlega bönnuð í Ontario
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband