Fuglaflensa og sykursýki

Það er alveg ótrulegt að fylgjast með öllu fárinu yfir þessum fáu hræðum ( ekki að gera lítið úr því samt) sem hafa greynst með fuglaflensuna en svo er margfalt útbreiddari faraldur í gangi og menn vita varla af því í fjölmiðlum og annarstaðar.

Sykursýki er á flugi heldur betur þessi misserin og ótrúlega margir sem greynast með hana í heiminum á hverri sekúndu, sennilega tekur svona 20 sek að fylla kvóta þeirra sem hafa fengið fuglaflensuna.

Sykursýki verður líka æ algengari hérna, og skora ég á menn að fylgjast með þessum einkennum:

Einkenni
Einkenni sykursýki af gerð 2 geta verið lúmsk. Helstu einkennin eru:

Þorsti
Tíð þvaglát
Sjóntruflanir
Kláði í nára eða fótum
Þreyta

Ef þú kannast vð 2 eða fleiri einkenni endilega kíktu fjótlega við hjá heimilislækninum þínum og láttu mæla blóðsykurinn.


mbl.is Tíðni sykursýki í New York að faraldursmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það mátti reyna

Að afsaka sig á þessum nótum, væri gaman að sjá yfirlit frá lögregluni yfir skíringar sem menn gefa á umferðarlagabrotum sínum. Var að vinna með einni "frú" sem var stoppuð af lögregluni við það að mála sig á fullri ferð í Ártúnsbrekkuni. Hún var nú frekar fúl yfir því að þeir væru að stoppa sig hún væri auðvitað ekki að mála sig for the fun, hún væri þegar orðin of sein og þeir gerðu bara íllt verra.


mbl.is Steig óvart á bensíngjöfina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laus við kvefið ?

Þetta er stórfrétt, hvað hafa menn ekki reynt til að losna við kvef ? Aðferðirnar minna stundum og konur sem liggja með maska og grúkusneiðar á andlitunu Smile Heitt allt, hunang, c-vítamín og bara látta þér detta það í hug menn hafa prufað það. Svo eru menn að anda að sér gufi og fleira og fleira en engum hefur sennilega dottið í hug að Þorskurinn væri lausnin á kvefinu - Dr Jón Bragi hlýtur að komast nálægt Nóbelsverðlaunum ef þetta gengur allt eftir sem maður vonar auðvitað. Ef þetta er ekki nóg þá er líka verið að tala um að þróa þetta til að vinna á fuglaflensu sem betur fer hefur ekkert orðið af.

Verður Nobellinn okkar og komumst við í úrslit HM ?


mbl.is Íslenskt lyf gegn fuglaflensu og kvefi væntanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klúður í skipulagi á HM

Alveg ótrúlegt að vera búnir að selja nánast alla miðana á leiki í 8-liða úrstlitum löngu áður en ljóst er hvaða lið spila þá. Þetta er bara vatn á milli miðaokrara sem selja miðana á uppsprengdu verði, ljóst að það þarf að endurskoða reglurnar. Nær væri að hafa umþaðbil helming miðana á lausu og bjóða sambanöndum viðkomandi landa helming af þeim til sölu.

Reikna með að skipuleggendum sé samt sama þeir eru búnir að selja upp miðana og því áhættan lítil sem enginn hjá þeim en gæti verið meiri ef "litlar" þjóðir komast áfram og því ekki víst að miðar seldust upp.


mbl.is HM: Miðar á uppsprengdu verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sálfræði stríðið byrjað

Danski þjálfarinn er byrjaður í sálfræði stríðinu, búa til svolítla grýlu úr okkar leikmönnum og hæla þeim aðeins til að gíra dönsku leikmennina upp og vonast sjálfsagt til að íslenska liðið gleypi þetta hrátt.

Maður er strax kominn með stress hnút í magann yfir leiknum og held ég að það verði ansi lítið um að vera á götum landsins þegar leikurinn fer fram. Eini gallinn að ég held að ég verði það stressaður að ég geti ekki horft á leikinn, þá er nú gott að eiga góða fjarstýringu til að flakka aðeins á milli stöðva - ÁFRAM ÍSLAND


mbl.is HM: Ísland er með frábæra leikmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Von á pening ?

Ætli við viðskiptavinir bankana eigum ekki von á glaðning í formi lækkaðrar vaxta og þjónustugjalda ? Eða skildu peningarnir rata frekar þangað þar sem meiri peningar eru - ekki þangað sem skuldirnar eru ?
mbl.is Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna 163,7 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og heimurinn mun ekki verða samur...

Held nú að það sé ekki rétt, Vista er ágætt svo langt sem það nær og á eflaust eftir að færa þeim Redmond mönnum klink í kassann. Verður gamnn að sjá hvernig almenningur og fyrirtæki taka nýja stýrikerfinu, hef svo sem ekki séð auglýsta miðnæturopnun í BT eða öðrum verslunum svo menn geti tryggt sér Vistað.

Hef keyrt betur í hálft ár eða svo með hléum og endanlegu útgáfuna frá því að diskarnir með Vista upgrade duttu inn um bréfalúguna frá Microsoft. Er bara sáttur og segi það sama um Office 2007, ansi vel heppnuð útlitsbreyting þar og spái ég því að fyrirtæki uppfæri meira í nýja Office pakkann en Vista.


mbl.is Almenn sala á Windows Vista hefst á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert skrítið

Nei það er ekkert skrítið að Margrét taki þessa ákvörðun, það var ekki spurning hvort heldur hvenær. Núna verður ansi fróðlegt að sjá hvert framhaldið verði ... Ómar Ragnarsson, Jón Baldvin og Margrét - hvernig hljómar það ?
mbl.is Margrét telur sér ekki fært að starfa lengur í Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur þetta á óvart ?

Nei - það var vitað að tökuvélarnar heilla þau bæði, David hefur alltaf aukið og aukið það að standa fyrir framan tökvuvélarnar á kostnað fótboltans svo þetta er ekker skrítið.

En einhvern veginn hélt maður að raunveruleikaþættirnir væru að renna sitt skeið á enda en það virðist ekki vera.


mbl.is Veruleikaþáttur um Beckhamhjónin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarlegt mál

Ef þetta er satt að myndbirtingarnar sem voru niðurstaða "perraveiða" tveggja einstaklinga eru að hluta til falsaðar er það mjög alvarlegt mál. Vonandi kemur niðurstaða í þetta mál hið fyrsta, og aðrir hugsanlegir perraveiðarar hugsi sig aðeins um eins og lögregla hefur farið fram á. Þetta mál er án efa vandmeðfarið og ef ég tók rétt eftir þá má lögreglan ekki beita tálbeitum til að leita uppi hugsanlega kynferðisafbrotamenn gegn börnum. Þessir aðilar sem Kompás fletti ofanaf hafa í raun ekkert rangt gert í tilliti lagana, en sýnt einbeittan brotavilja eins og það er kallað.

Held að við foreldrar ættum að snúa okkur að því að fræða börnin okkar um rétta notkun á netinu, og brýna það fyrir þeim að hleypa ekki hverjum sem er að sem "kontöktum" í msn-spjallforritinu. Leggja blátt bann við því að þau hitti einhvern sem þau hafa kynnst á netinu nema undir eftirliti og með leyfi foreldra. Foreldrar verða líka að takmarka notkun barna á netinu og þann tíma sem þau eyða í tölvu, orð Íþróttaálfsins í Latabæ eiga hérna við.

 

 


mbl.is Hefur kært myndbirtingar á netinu til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband