Boring boring United
23.4.2008 | 22:50
svei mér þá ef mínir menn voru bara ekki eins og Liverpúl á "leiðinlegum" degi, arfaleiðinlegur bolti og maður var í vandræðum með að halda sér vakandi, slík voru leiðindin.
Ef þetta er það sem þarf til að ná árangri í þessari blessaðri meistaradeild þá það, get þá með góðri samvisku farið að segja upp áskriftini að sýn nei þarna sport eitthvað stöð númer hvað ......
![]() |
Ronaldo: Skora bara í Manchester í staðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af hverju 3 krónur ?
21.4.2008 | 07:58
Er oft að velta því fyrir mér af hverju dísel-inn er orðin svona miklu dýrari hérna á landi. Er ekki verið að beina fólki í dísel af því að það á að vera "náttúruvænna" ?
Veit einhver hvernig verðmyndun á dísel er öðruvísi en á bensíni - skrítið að við þessa hækkun að verð á hráolíutunnu fari í 117 þá þurfi dísel að hækka um 3 krónur en bensín um 1 ?
![]() |
Olíuverð í 117 dali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Úff - hefðum við þá ekki unnið..
20.4.2008 | 13:31
.. ef liðið hefði spilað eins og meistarar ?
En víti og ekki víti, maður hefur oft séð dæmd víti á eins og 2-4 atvik í þessum leik en að sleppa því þegar maður ver með hönunum í teig er ótrúlegt .... já og þá er ég ekki að meina magnaðar vörslur hjá meistara Brad Friedel sem er oftar en ekki besti maður vallarins þegar hann spilar á móti United.
Yfirburðir já - 13 skot á markið og 10 sem hitta ramman þeir eiga 4 skot á markið og 3 hitta ramman - stundum duga svona yfirburðir til að vinna leik en þegar Venni vinur minn kemst í dauðafæri þá er maður nánast öruggur að hann skorar ekki
![]() |
Ferguson: Lékum eins og meistarar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á maður að flytja líka ?
19.4.2008 | 12:31
Ég boga líka himinháa vexti, húsnæðislán, yfirdráttur á reikningnum og vísa greiðsludreyfing allt með "okurvöxtum"
Ég starfa nú ekki á erlendum markaði en vissulega hefur olíuverð mikil áhrif á budduna sem og verð á innfluttum matvælum og önnur aðföng þannig að gengissveiflur koma líka ílla við mig
Verðum við hinn sauðsvarti almúgi sem er ekki að fara í einhverja luxusferð til Kankún á vegum Glitnis að flytja út ?
![]() |
Hætta á að fyrirtæki flytji út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífshættulegt
14.4.2008 | 23:12
Úff gott að maður átti ekki hagsmuna að gæta þarna, efast um að pumpan hefði þolað það að eiga eitthvað undir í leiknum
Gott að vera bara áhorfandi heima í stofu, en þvílík auglýsing fyrir körfuboltann sem þessi leikur var - tær snilld. Verður oftar og oftar hugsað til þess hvernig maður "nennir" að glápa alltaf á fótboltaleiki þar sem harla lítið gerist - og svo þvílíkt aksjón sem maður upplifir í skemmtilegum körfuleikjum.
Karfan er íþróttin, endanlega sannað fyrir mér í kvöld, ..... hugsa samt að ég horfi á upptöku af mínum mönnum í United vinna Arsenal síðasta sunnudag á eftir. En veit svo sem fyrir víst að það verður ekki jafn gaman og að horfa á körfuleikinn í kvöld.
Til hamingju Snæfell og Grindvíkingar eiga hrós skilið fyrir sinn part í þessum frábæra leik.
![]() |
Snæfell í úrslit eftir frábæran endasprett |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvar var þessi flotta stöð sem skipti um nafn ?
31.3.2008 | 22:19
Já lýsi hér með eftir sýn eða stöð2sýn2 eða hvað hún heitir þarna sem telur sig bestu íþróttastöðina og þá hljóta þeir að vera með bestu íþróttafréttamennina eða hvað ?
Hvar var umfjöllun um leik Þórs og Keflavíkur sem fram fór í gær ? jú úrslitin voru talin upp eins og í leik hjá hvaða sveitaliði úti í heim ekki að þar hafi farið fram leikur í úrslitakeppni Iceland Express deildarinar sem þeir gera ágætlega í þar að segja ef leikirnir fara fram innan seilingarfjarlægðar frá höfuðstöðvunum ...
Skyldu þeir ekki vita að það eru til kvikmyndatökuvélar á Akureyri ?
Vonandi hafa þeir samt séð að Ríkissjónvarpið er búið að fatta það að hægt er að taka upp lifandi myndir á Akureyri árið 2008 og RÚV gerði leiknum betri skil en besta íþróttastöð í heimi og þeirra fylgifiskar.
Aular
Og svo til að undirstrika aulaskappinn þá var íþróttafréttamaður á stöð2 ( held að það heiti það ) að tala um að Totti verði ekki með í leiknum í meistaradeildini á Old Trafford sem fram fer þann 9. apríl ef menn voru ekki vissir.. hann veit kanski ekki að leikurinn á morgun er í Rom og Totti verður sennilega ekki með þar, en kanski veit hann meira en forráðamenn Roma um leikástand Totti fyrir seinni leikinn á Old Trafford þann 9. næstkomandi...
Ennþá meiri aular
![]() |
KR tryggði sér oddaleik í framlengingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sálfræði ?
30.3.2008 | 12:57
![]() |
Totti ekki með gegn Man Utd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Venni skorar á Old Trafford...
29.3.2008 | 18:35
Efast nú samt um að það verði til sölu bolur fyrir næsta heimaleik þar sem stendur I saw Shrek score at OT, svipað og var gert um árið þegar markamaskína sem keypt var frá Nottingham Forest náði loksins eftir mikin þurrk að skora
En ef ég man rétt þá er þetta fyrsta mark kappans á Old Trafford síðan í október
{Edit} Fyrsta markið í Premier Leage síðan 27. október þegar hann skoraði í 4-1 sigri á Middlesbrogh
![]() |
Manchester United vann öruggan sigur á Aston Villa, 4:0 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt 30.3.2008 kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Loksins
28.3.2008 | 12:59
![]() |
Bílstjórar mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bullið
21.3.2008 | 11:23
Ferguson er klókur og með mikla reynslu og þetta hefur hann oft leikið. En satt best að segja veit ég ekki hvað var að hugsa með þessu. Ef það þarf að vernda Ronaldo þá þarf líka að vernda Torres og Gerrard í mínu liði og alla snjalla leikmenn í deildinni, segir Benítez, sem hefur aldrei fagnað sigri á Old Trafford.
Get nú ekki annað en brosað út í annað að sjá þessa setningu, hvernig getur nokkrum heilvita manni dottið í hug að bera saman Ronaldo og Gerrard ? - auðvitað er Gerrard frábær leikmaður en hæfileikar hans með boltann og taka menn á er svona svipað og hjá Beckham, gæðin liggja ekki í léttleika. Torres er hins vegar leikmaður sem er flinkari með boltann og gæti því verið meira takmark hjá "tæklurum".
Til að stoppa Gerrard þarf bara að standa "kjurr" og láta hann hlaupa á sig þegar hann setur undir sig hausinn og ætlar að komast áfram sjálfur með boltann. Vona bara að hann reyni það mikið í komandi leik, frekar en nota sendingahæfileikana eða skjóta á markið.
En hvað segja menn með tæklinguna hjá Cole í leiknum á móti Tottenham, var hún eitthvað skárri en tæklingin hjá Taylor á Eduardo, nema að Cole hitti ekki ( sem betur fer ) löppina á leikmanninum. Auðvitað átti það að vera beint rautt og ef menn vilja losna við svona tæklingar þá má hugsa sér leikbann í kjölfarið en auðvitað er slíkt vandmeðfarið.
Misræmi á milli dómara í svipuðum atvikum og hvernig þeir taka á þeim er það sem pirrar mig mest í fótboltanum, það er svo augljós munur á milli dómara oft á tíðum. Hver hefur ekki séð ótalmörg dæmi þar sem ekki er flautað nákvæmlega eins á brot eftir því hvort það er inni í vítateig eða úti á miðjum velli.
Held að það væri gott fyrir dómara að koma saman og horfa á upptökur á leik og ræða saman hvernig dómgæslan hafi verið og hvernig eigi að taka á brotum/atvikum í leiknum og horfa á hlutina út frá því ekki einhver tilmæli um að nú skuli taka hart á tæklingum, skriðtæklingum, tæklingum aftanfrá eða hvaða tilmæli hafa komið undanfarin ár. Sumir dómarar fara einfaldlega af límingunum yfir atriðum sem falla undir tilmælin meðan aðrir á stundum virðast huga ég læt sko ekki skipa mér fyrir hvernig ég dæmi og sleppa þeim atriðum frekar.
Megi besta liðið vinna ensku deildina
![]() |
Taugastríðið hafið fyrir leik United og Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |