Færsluflokkur: Bloggar
Efast stórlega um að Ingibjörg Sólrún sé fulltrúi íslensku þjóðarinnar
31.12.2008 | 14:49
Beitti piparúða á mótmælendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stendur ekki undir að skammast sín
26.12.2008 | 19:30
Hann stendur ekki sjálfur undir því að skammast sín, jú þeir gátu aðeins kroppað í eftirlaunafrumvarpið með því að láta breytinguna taka gildi á næsta ári. Trúlega reiknar meirihluti alþingis með kosningum og vilja því tryggja sér eftirlaun á "fullu verði" áður en þeir detta af þingi. Meiri "píbb" aumingjarnir - allir sem einn man ekki til þess að einn einasti þingmaður hafi haft kjark til að greiða á móti þessum lögum. Þó þurfti að ræða þetta í meira en ár en á 85 mínútum var hægt að hækka bensíngjald og meira svo það hækkaði verðbólguna - svo er ennþá til fólk sem ætlar að kjósa einhvern af þessum "píbb" áfram Sumir voru að væla um að það stæðist ekki stjórnarskrá og slík, væri þá ekki bara hægt að láta reyna á það og sjá hvað þingmenn myndu sækja réttindin "sín" ef þeir teldu þetta brot á stjórnarskrá ?
Hvenær og hvernig ætli byltingin verði ?
Standa undir gjaldtöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loksins loksins eitthvað vitrænt
24.11.2008 | 20:05
Já það er ennþá von að það leynist dugandi fólk sem hugsar fram á veginn í stað þess að reyna að þyrla upp ryki svo ekki sé hægt að rekja slóðir þess í átt að spillingunni.
En held samt að fyrr frjósi í helvíti en að þessi tillaga nái fram að ganga.
Vilja kyrrsetja eignir bankastjórnenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já önnum kafinn við að slökka eldana sem ríksstjórnir síðustu ára hafa átt þátt í að kveikja
24.11.2008 | 15:02
Auðvitað er hann ásamt hinum stjórnarliðunum á fullu við að moka skítinn á okkar kostnað.
Ég vil eftirfarandi hluti ásamt að ég held miklum meirihluta þjóðarinnar:
- Burt með núverandi stjórnvöld - þjóðstjórn og kosningar í vor
- Burt með æðstu stjórnendur í seðlabankanum og bankastjórana alla þar
- Burt með æðstu stjórnendur bankana og bankastjórana þar
- Burt með æðstu stjórnendur í Fjármálaeftirlitinu
- Fá fagfólk og bestu sérfræðinga til að aðstoða þjóðstjórn við skipulagningu björgunaraðgerðanna - ekki fá þá sem kveiktu eldana til að slökkva þá.
Önnum kafin við björgunarstörf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afsögn
17.11.2008 | 17:45
. ( púnktur )
Þarf eitthvað að ræða þetta meira ?
Vissi ekki af hlut ráðuneytisstjóra í Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.11.2008 kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er þá ekki málið að drífa sig í ESB ?
16.11.2008 | 23:05
Skilaboðin voru skýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Varpa athygli frá sér
8.11.2008 | 14:08
Best að koma með bombertur til að varpa athyglinni frá fjárglæpamennsku sinni - svona menn á bara að loka inni þar að segja þegar búið er að þjónýta eigur þeirra.
En greinilegt að hann er ekki að sjá að hann hafi gert neitt rangt sjálfur, reka svona fólk úr landi ... kannski til Bretlands bara ?
Sigurður: Lenti illilega saman við Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Úbs var klukkaður
23.9.2008 | 23:50
Pétur Guðjóns - sá mikli snillingur og gamall vinur af rúntinum í denn - klukkaði mig og það dugar ekkert að skorast undan. Sérstaklega þar sem hann er svolítið klikk, heldur með KA og Liverpool
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Ekki fjölbreitt störf sem ég hef unnið - man eftir tveimur
- Vinnsla mjólkur hét það á launaseðli ef ég man rétt 10 sumur í mjólkursamlaginu
- Tölvuþjónusta - úff ætli það séu ekki komin ein 18 ár ef ekki meir
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.
Æi var nú betri í bíómyndunum, er í grúbbu á andlitsbókinni sem heitir "Ég borga ekki 1050 kr í bíó!," - segir kannski eitthvað um álit mitt á bíóferðum. Þessar tvær efstu eru bestu bíómyndirnar sem ég hef horft á og hinar komu fyrst upp í hugann yfir þær sem ég hef hvað mest grenjað af hlátri yfir
- Dead Ringers
- The Last Wave
- The Naked Gun - fyrsta myndin
- I'm Gonna Git You Sucka
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Er náttlega Akureyringur og alltaf búið þar nema þegar ég fór í útlegð suður í skóla. Bjó þar á nokkrum stöðum - Hraunbænum, Háleitisbraut, Súlunesi, Rekagranda. Listinn hérna er í tímaröð
- Lyngholt - Akureyri
- Stórholt - Akureyri
- Hraunbær - Reykjavík
- Fagrasíða - Akureyri, núverandi heimili
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Æi - er voðalítill sjónvarpsáhorfari - íþróttir eru það eina sem dregur mig af sjónvarpinu - set bara það nýjasta sem ég hef eitthvað horft á - engin sérstök röð á þessu
- Vincent
- Svartir englar
- Útsvar
- Breskir sakamálaþættir á RUV
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum :
Tek útlandavinkilinn á þetta
- Manchester Englandi
- Þýskaland
- Spánn
- Danmörk
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg :
- thorsport.is
- Karfan.is
- ljosmyndakeppni.is
- mbl.is
Fernt sem ég held uppá matarkyns:
- Lambakjöt
- Ora fiskibollur úr dós
- Skyr
- Season all fiskrétturinn
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Úff - segi og skrifa ....................
- Windows server 2008 ca 1500 blaðsíður - glugga ansi oft í hana en aldrei lesið spjaldanna á milli
- Veiðiflugur Íslands
- og 4. ýmsar ljósmyndabækur
Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka
Þessir herramenn sem ég ætla að klukka tengjast allir körfubolta á einn eða annan hátt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Gunnar Freyr Steinsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Hannes Jónsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Saving æsland ógnar öryggi
19.7.2008 | 12:41
Miðað við myndir í fréttum stöðvar 2 áðan þá var þarna fjölmennt lögreglulið - hvað eru þá margir eftir á vakt til að fylgjast með ólöghlíðnum borgurum og glæpamönnum ? Svo ekki sé talað um hálvitanan sem hafa verið teknir á tæplega 200 km hraða undanfarið.
Held að það ætti bara að skella þessum mótmælendum í næsta fraktara og henda þeim úr landi - og er ekki málið að ræsa GAS lögguna og senda hann með nokkra úðabrúsa á vettvang handjárna svo gengið og í næsta gám og svo úr landi.
Varðandi brjálæðingana sem aka um á 200 þá á auðvitað að hafa almennar sektir fyrir ofsaakstur, hafa hann svona 3x hraðann sem menn eru á, og í framhaldi á að skella þeim í steininn og lesa skýrslur frá rannsóknarnefnd bílslysa í nokkrar vikur.
Lögregla ræðir við mótmælendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins gott
30.6.2008 | 17:37
Krónan styrktist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)