Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Þarf ekki endilega Microsoft hugbúnað

Bara að benda á að það þarf ekki endilega Microsoft hugbúnað til að hafa tölvuna á íslensku, fullt af Linux dreifingum eru með íslenskt viðmót. Annar hugbúnaður er það líka og of langt mál að telja hann upp hérna. Já og sá hugbúnaður er yfirleitt ókeypis !
mbl.is Innan við fimmtungur velur íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

virkar ekki - netlýsingin

Eru ekki fleiri sem fá þetta ekki til að virka í FireFox ?
mbl.is Wigan - Chelsea, bein lýsing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattleggja þessa sítýnandi skyttur

Er ekki kominn tími á að setja skatt á þessar blessaðar skyttur sem virðast vera í keppni um að týnast fyrst þeir mega ekki lengur drepa eins marga fugla og þeir vilja.

Eina jákvæða við þessar "týnslur" þeirra er að þá fá björgunarsveitarmenn æfingu, en fljótlega fer nú að vera þreytt að fara í 6 útköll sama sólarhringinn og leita að skyttum sem kunna ekki að keyra utan malbiks og eða kunna ekkert á leiðsögutæki eins og áttavita eða GPS.


mbl.is Björgunarsveitir standa í ströngu vegna fastra bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldarperumynd

Hvað þetta er skemmtilega mynd, hefur aldeilis kviknað á perunni hjá umhverfisráðherranum :-)
Best að hafa þessa færslu ekki lengri svo tölvan komist sem fyrst í orkusparandi ham.
mbl.is Sala á glóðarperum væntanlega bönnuð í Ontario
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánasjóður íslenskra námsmanna að skíta á sig ?

Er tölvukerfið hjá LÍN hrunið eða hvað er eiginlega í gangi ?

Fékk þann 21.03.2007 greiðsluseðil að upphæð 46720 sem er í sjálfu sér hið besta mál nema að GJALDDAGINN er 01.03.2007 og eindagi 05.03.2007 - Sem sagt  þá er eindagi á greiðsluseðlinum 15 dögum áður en blessaður seðillinn fer í póst ! ( póststimpillinn er 20.3.07 )

Svo dúkkar greiðsluseðillinn upp í heimabankanum hjá mér þann 19.03.2007 ef ég man rétt og daginn eftir eða þann 20.03.2007 borga ég greiðsluseðilinn í heimabankanum og þá eru komnir á hann dráttarvextir að upphæð 616 krónur.

Svo til að bíta höfuðið af skömmini fékk ég í morgun ítrekun frá þeim og þar stendur að greiðsluseðill frá 01.03.2007 sé ógreiddur, bréfið er dagsett 21. mars 2007 eða daginn eftir að þeir póstleggja greiðsluseðilinn til mín Smile

Á maður að hlæja eða gráta eða hvað ?

Eru fleiri sem hafa lent í sama klúðri hjá þeim ??


Microsoft fallið með 4.9

eitt skelfilega skiptið enn. Í þetta sinn er það vírusvarnarhugbúnaðurinn frá þeim sem kolfellur í prófinu ekki Windows stýrikerfið. Þetta próf var gert á Windows XP með service pakka 2 og svo prufuð algengustu vírus/veiru-varnarforritin og Live OneCare náði/fann aðeins 82% af þeim vírusgildrum sem lagðar voru fyrir forritin. Öll önnur náðu yfir 90% svo þetta er skelfileg útkoma fyrir Microsoft.

Ef fólk vill sjá niðurstöðu úr þessu prófi þá er hægt að nálgast það hérna


mbl.is Windows féll aftur á veiruvarnarprófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uss skiptimynt

Eyða 300 þúsund á mánuði með korti, það er ekki neitt. En á gamans þá er þetta einn eitt dæmið um öryggi/öryggisleysi í sambandi við notkun á greiðslukortum. Margir fara alveg yfirum og halda langa ræðu um öryggi ef maður segist nota kortið sitt til að greiða fyrir vörur á netinu. Svo fara þessir sömu aðilar á veitingahús og láta þjóninn hafa kortið sitt sem svo labbar með það eitthvað á bakvið og getur stolið upplýsingum af kortinu þar ef vill. Sama er uppi á teninginum í svokölluðum "lúgusjoppum" í fæstum tilfellum sér maður hvað afgreiðslufólkið er að gera með kortið það hverfur úr augnsýn og getur tekið niður þær upplýsingar sem þarf ef það vill.

Gott að velta þessu aðeins fyrir sér.


mbl.is Eyddi 300 þúsund kr. á þrem vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Titrarinn reddar þessu

Kemur ekkert á óvart enda flestir farsímar komnir með víbring sko Smile  
mbl.is Farsíminn mikilvægari en ástarlífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og heimurinn mun ekki verða samur...

Held nú að það sé ekki rétt, Vista er ágætt svo langt sem það nær og á eflaust eftir að færa þeim Redmond mönnum klink í kassann. Verður gamnn að sjá hvernig almenningur og fyrirtæki taka nýja stýrikerfinu, hef svo sem ekki séð auglýsta miðnæturopnun í BT eða öðrum verslunum svo menn geti tryggt sér Vistað.

Hef keyrt betur í hálft ár eða svo með hléum og endanlegu útgáfuna frá því að diskarnir með Vista upgrade duttu inn um bréfalúguna frá Microsoft. Er bara sáttur og segi það sama um Office 2007, ansi vel heppnuð útlitsbreyting þar og spái ég því að fyrirtæki uppfæri meira í nýja Office pakkann en Vista.


mbl.is Almenn sala á Windows Vista hefst á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Penryn - við bíðum spennt

Já alltaf góðar fréttir þegar áfangi næst í hönnun á örgjörvum, sérstaklega núna eftir að Vista kom á markaðinn. Vista er hægvirkara á minni tölvu en XP-ið var, og verður fróðlegt að sjá hraðamælingar þegar nýi Penryn kemur. Gott að AMD er þarna líka, alveg nauðsynlegt að hafa fleiri en einn framleiðanda að örgjörvum.

Annars fyrst ég minnist á Vista þá er ég bara nokkuð ánægður með endanlegu útgáfuna, nema IE7 og Vista eru ekkert rosalega happy saman í tölvuni hjá mér. IE7 virkaði mun betur í XP-inu gamla, á það núna til að lokast bara í miðju browsi á neinnar sýnilegrar ástæðu. Svo nægir að opna marga glugga í IE7 til að láta hann gefast upp, gæti verið resource vesen en hef ekkert nennt að spá í því.


mbl.is Hraðvirkari tölvuörgjörvar væntanlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband