Færsluflokkur: Spaugilegt

Gjaldþrota flokkar

Sé ekki betur en flestir flokkarnir séu "tæknilega" gjaldþrota, og fólkið sem getur ekki stjórnað flokkunum betur er að sækjast eftir því að fá að stjórna landinu.

Kíkið á stöðu þeirra flokka sem nú eru við völd eru með eigið fé neikvætt um rúmar 25 milljónir.... já og þetta varð til í góðærinu - gott að þessir flokkar eru að sýna ráðdeild og lengja í snörunni sem þrengist um háls heimila landsmanna og ekkert bólar á blessaðri skjaldborg sem slá átti í kringum heimilin í landinu. Er ekki Samfó með slagorðið orð skulu standa .... best að þeir drífi þá í því að koma upp skjaldborg.


mbl.is Flokkarnir skulda hálfan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

æi heldur hann að einhver trúi honum ?

Er næsta viss um að mikill meirihluti þjóðarinnar er ekki að kaupa þetta hjá kappanum. Eina spaugilega við þessa stjórnmálamenn þessa dagana að gamla grín máltækið "hann er svo fattlaus að hann fattar ekki hvað hann er vitlaus" kemur oft upp í hugann.

Ættu að sjá sóma sinn í að boða til kosninga með hækkandi sól á næsta ári, og þá er nægur tími fyrir nýtt fólk að koma fram og mynda nýjan flokk sem er óháður allri spillingun sem hefur verið í gangi í þjóðfélagin undanfarin ár. Hef oft sagt að Ísland sé bananalýðveld og nú er það búið að koma í ljós.

 

 


mbl.is Vissi ekki af tilboði FSA vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumt yfirklór

Finnst þessar skíringar frekar svona útsölulegar, fannst í þessir úðarar ættu frekar heima í hryllingsmynd en í lögreglubúningi uppí á ísalandinu okkar. Það var eins og í það minnsta annar þeirra væri andsetinn en kannski er þetta það sem þeim er kennt og æft í þaula. Hef ekki mikið af óeirðarlögreglu, þeirra landa sem við berum okkur saman við að segja, en kannski eru þetta bara viðteknar venjur og úthugsað til að fá fram sterkari viðbrögð þeirra sem úða á á ?

"Til þess að svo verði upplýsum við mótmælendur fyrirfram um hvað við hyggjumst gera, hvort sem beita á úða eða kylfum, og veitum þeim þannig tækifæri til að yfirgefa svæðið án átaka.“

OK þessi borði sem var strengdur við hlið götunar og mótmælendur máttu ekki koma yfir til hvers var hann, sá ekki betur en lögreglan geystist hvað eftir annað og nánast réðst á fólk sem hafði yfirgefið götuna og var komið á planið hjá bensínstöðinni.

Greinilegt að hér eru menn að reyna að verja fremur dapran málstað öfgalögregluaðgerða sem maður vonar að eigi ekki eftir að sjást í svipuðum tilfellum aftur.


mbl.is Rétt aðferð við beitingu piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband