Færsluflokkur: Samgöngur
"Hálvitar"
12.12.2008 | 08:25
Satt að segja bjóst ég við smá hugsun hjá þessu blessaða alþingi. Nei ýta upp vísitölunni svo lánin og allt hækki, auma liðið sem situr á alþingi. Er ekki mælirinn loksins fullur ??
Held að það væri bara best að skunda á alþingi og henda þessu pakki bara út, er alveg gáttaður á því að einhver skuli, skv. skoðanakönnunum undanfarið, ætla að kjósa þessa kóna sem eru í ríkisstjórn. Vissi svo sem að það væri alltaf fast fylgi við stuttbuxna gengið kennt við Valhöll en að menn séu svona blindir á Samfó er með gjörsamlega óskiljanlegt. Ég hef kosið báða þessa flokka undanfarið og skal taka þá ábyrgð og mun ekki í náinni framtíð kjósa þá aftur.
Finnst kominn tími á nýja og ferska hugsun í stjórnmálum, menn beri ábyrgð á athöfnum og fatti að það að taka ábyrgð sem stjórnmálamaður fellst ekki í því endilega að gera eitthvað saknæmt. Samt þurfum við kannski ekki alveg að fara sænsku leiðina þar sem það nægir að borga taxa með vitlausu korti til að segja af sér - tja kannski væri alveg rétt að fara þá leið ?
Þrýsta vísitölunni upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afsakanir afsakanir
23.7.2008 | 17:47
Ótrúlegt að fylgjast með olíufurstunum hér heima, þegar gengið lækkar þá hefur það svo lítil áhrif því gengi dollars ræður svo miklu. OK svo þegar dollarinn hækkar gagnavart öllu þá hefur það svo lítil áhrif hérna. Þegar heimsmarkaðsverð á olíu lækkar þá þurfa þeir að bíða og sjá, því það gæti breyst á morgun eða hinn. Þegar gengið á krónuni hækkar þá hefur það ekki nærri eins mikil áhrif og gengi dollars gagnvart öðrum gjaldmiðlum.
Er nema von að maður brosi að aumingjans mönnunum sem þurfa að réttlæta það að til að greiða niður skuldir vegna offjárfestinga í bensínstöðvum eða stórmörkuðum með bensíndælum fyrir utan. Jú þeir þurfa að fá meira út úr hverjum seldum lítra í dag vegna hækkandi vaxta og annars sem sligar þá, hvaða vit er í risa bensínstórmörkuðum hlið við hlið eða sitt hvoru meginn við götuna ?
Það erum við sem borgum brúsann
Vonandi að þeir hætti þessum útúrsnúningum með dollarann, gengið og heimsmarkaðsverðið og segi bara beint út étiði skít og borgiði bara það sem við ákveðum.
Eldsneytisverð lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bíð spenntur eftir viðbrögðum Íslensku olíufurstana
8.7.2008 | 22:49
En þar sem ég er nýkominn frá Þýskalandi þar sem Disel er ódýrari en bensin - af hverju er það ekki svipað hérna á skerinu ?
Er ríkið að leggja svona mikið meira á dísel hérna heim en gert er í Þýskalandi - eitthvað rámar mig í að stjórnvöld hérna heima hafi verið að hvetja fólk til að kaupa sparneytnari bíla og díselbílar eru það.
Gaman að keyra á hraðbrautum í Þýskalandi á 120-140 og bílinn var að eyða 4.5 lítra af dísel á hundraðið.
Veruleg lækkun á olíuverði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |