Færsluflokkur: Lífstíll

Hjartagalli ?

Ramos systurnar tvær hafa nú látist á innan við hálfu ári, ekki þekki ég nú til þeirra. En manni dettur í hug hvort einhver hafi pælt í því að kanski sér hjartagalli hjá þeim fyrst álitið er að þær hafi báðar fengið hjartaáfall ?

En svo eru líka "vinsæl" megrunar efni sem fólk er að troða í sig sem eru stórhættuleg og geta, eftir því sem sagt hefur verið, valdið hjartaáfalli. En ekki taka það sem ég sé að verja of grannar fyrirsætur, réttnefni á þær er herðatré. Skil ekki þessa tískuáráttu að hafa svona ofurgrannar fyrirsætur/herðatré því oft á tíðum lufsast fötin bara utaná þeim og tilsýndar líta þær stundum út eins og þær séu í kartöflupokum eða álíka.

Ekki það að ég sé nein tískulögga sko - vil nú bara mínar jogging buxur og íþróttabol !


mbl.is Átján ára fyrirsæta lést í Úrúgvæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lufsuleg Britney Spears

Æi greyið allt á móti henni núna, komin með stimpilinn "óvirðuleg ímynd" og þýðir það ekki fallandi stjarna ?

Hún verður að fara að hyjsa upp um sig brækurnar, eða í það minnsta fara að ganga í slíkum. En það hlítur að vera mikil höfnun að fá ekki handtösku hannaða af Lydiu Hears, þetta er ekki gott mál.

En svo er hin hliðin á málinu sko, þetta er allt úr lausu lofti gripið - nema hvað ?


mbl.is „Óvirðuleg ímynd“ kostar Britney handtösku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pant líka

Maður bíður spenntur eftir nýjasta útspili í dramanu um hver á krógann hennar Önnu Nikólu Smitt. Hver verður næstur að stíga fram á sjónarsviðið og segjast vera pabbinn - það hefur lítið heyrst frá Byrgismanninum síðustu daga... ?

Væri nú samt gott á þessa 3 ef gamli millinn væri svo pabbinn eftir allt saman og það löngu eftir dauða sinn.


mbl.is Notaði Smith fryst sæði eiginmannsins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kraftur í sterasmygli

Greynilega kraftmikill maður sem smyglaði 30 þúsund steratöflum til landsins, það þarf kraft til að halda á öllu þessu magni. Kraftaverk að lögreglan náði þessu sem betur fer. En kraftamenn fá víst ekki að njóta kraftmikilla starfa smyglarans lengur. Greynilega stundum sterar í kraftamönnum og kraftur í steramönnum.
mbl.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á yfir 30.000 steratöflur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanbæjarmenn

Ekki ofsögum sagt af utanbæjarmönnum að koma í bæinn, rænandi og ruplandi og núna síðast brennandi. Meira að segja utanbæjar hundar hafa orðið valdir að vandræðum þegar þeir laumst inn fyrir bæjarmörkin.

Voru þessi ekki annars utanbæjarmenn ?


mbl.is Játa íkveikju, þjófnað og fleiri brot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spítalarómans

Ekki of sögum sagt að spítalarómantíkinni. Þar að segja ef trúa skal þessari frásögn Merima og svo sem engin sérstök ástæða til að trúa henni ekki. Mér þætti ekki skrítið þó svo að yfirmenn hennar færu nú að hugsa sinn gang varðandi vinnuframlag hennar, nema fjörið hafi alltaf farið fram utan vinnutíma hennar. Svo þekki ég ekki vinnuálagið hjá læknum þarna, hvort þeir séu á tvöföldum vöktum eins og þekkist hérna en vissulega hlítur Merima að hjálpa til við streytulosun hjá þeim.


mbl.is Hjúkrunarkona segir 20 lækna geta verið föður barns síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svanavatnið

Jahérna, er þetta ekki einhverskonar met í kóló af dýrum per fermetra ? En sænska velferðaþjóðfélagið nær greinilega yfir menn málleysingja.


mbl.is Með 11 svani í 25 fermetra íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fifty fifty ?

Held að ég verði að vera sammála danska sérfræðinginum honum Per Skaarup. Það má líka alveg snúa hugrenningum hans við og þegar hann talar um Dani þá setjum við Íslendingar í staðinn og svo öfugt. Þá kemur þetta þannig út að "það gætu liðið 10 ár þar til við fáum annað eins tækifæri á að komast í úrslitaleik HM"

Spurninginn er sú: Er okkar tími kominn ? Ef við klárum Danina þá hef ég fulla trú á því að við förum alla leið í úrslitinn.

 


mbl.is HM: Fyrrum Framarinn Per Skaarup hrósar íslenska liðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt afl = Frjálslyndi flokkurinn

Heyrði smá af viðtalið við Margréti Sverrisdóttir í útvarpi allra landsmanna ofh. áðan. Hún heldur því fram að Nýtt afl sé búið að taka yfir Frjálslynda flokkinn, eflaust hefur hún rétt fyrir sér. En mér finnst flokkinn hafa sett niður að hafa svona mikinn glundroða á landsfundinum og leyfa það að menn séu að skrá sig fram yfir fyrr auglýsitan kosningatíma. Tala nú ekki um að telja ekki upp úr öllum kjörkössum og eins að menn hafi fengið að kjósa á meðan ennþá stóð yfir skráning nýrra félaga. Þetta gæti allt eins verið nýr farsi hjá Leikfélagi Akureyar Smile

En stóri gallinn er hvað mig sjálfann áhrærir, mér var farið að lítast ágætlega á Frjálslynda flokkinn og mörg hans stefnumál, og álit mitt jókst þegar þeir þorðu að hefja umræðu um gengdarlausann innflutning á erlendu vinnuafli. Þeir náðu að mér fannst að dansa eftir línuni sem skilur að fordómalausa umræðu og fordóma.

En tvíeykið stóra Guðjón og Magnús virka nú ekki vel á mig og eins ef Nýtt afl er að taka flokkinn yfir þá er allt opið í því hvaða flokkur fær atkvæði mitt í vor.


mbl.is Kolbrún Stefánsdóttir kjörin ritari Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð stjórnenda

Aldeilis er uppi typpið á "lögfræðingastóðinu" þessa dagana, Baugsmálið og núna er oliufurstarnir alveg saklausir að þeirra mati. Því það hafi verið svo ílla staðið að rannskókn málsins, lögreglubílar hafi keyrt of nálægt gangstétt fyrirtækjana eða kanski ekki alveg. En sum rök sem þeir færa fyrir því að það eigi að fella málið niður eru alveg ótrúleg og særa réttarkennd manns. Þó hefur maður stundum gjóað augum á amerískar lögfræðingasápur í sjónvarpinu og séð þar svona, og  er alveg viss um að "lögfræðingstóðið" hérna heima hefur ekki misst af þætti.

Held að allur almenningur í landinu telji þegar fyrirtæki brýtur af sér þá hljóti stjórendur þess að bera ábyrgð, ef ekki hver þá ?

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum farsa næstu daga, og því miður grunar mann að peningarnir fái að ráða ferðinni einn einu sinni í bananalýðveldinu Íslandi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband