Færsluflokkur: Spil og leikir

Hvað þýðir að láta í T ?

Tek eftir því að forsvarsmaður Pix-mynda sem breytti neikvæðu samningagerðinni að sænskri fyrirmynd hefur látið Reykjavíkurborg í té myndir eða eins og segir í fréttinni:

"Hann bætti því við að hann hefði látið Reykjavíkurborg í té myndir af öllum börnum í þeim skólum á höfuðborgarsvæðinu sem hann hefur myndað í til að nota í nýju tölvukerfi sem tekið hefur verið upp í skólamötuneytunum og segir hann að það samstarf hafi gefist vel. "

Ætli þetta þýði þá að hann hafi gefið borginni þetta ? - eða var neikvæð samningagerð notuð ?? Finnst vanta svolítið í þessa frétt, þetta er nánast eins og fréttatilkynning frá viðkomandi fyrirtæki.


mbl.is Sátt náðist í Pix-myndamálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ítalskir húliganar

Allt hjálpast að til að skemma fyrir ítölsku knattspyrnuni, fyrst múturmálin og svo þetta. Maður hefur oft horft í forundran á áhorfendapalla á leikjum þar, menn í stæðum og nánast í áflogum. Svo ef einhver svo mikið sem stendur upp og hóstar á leikjum í Englandi þá verður allt vitlaust, en á Spáni er leyfilegt að gríta gsm símum og öðru lauslegu að leikmönnum og ekkert sagt. Greinilega ekki sama sem gildir í knattspyrnuheiminum, það sannaðist best þegar Rio gleymskuheili Ferdinand gleymdi að mæta í lyfjapróf og var dæmdur í langt bann meðan menn á Ítalíu voru dæmdir í stutt bann fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi.


mbl.is Öllum knattspyrnuleikjum á Ítalíu aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband