Oft var möst nú er nauðsyn
18.1.2007 | 16:58
Allir að veita þessu athygli og hugsa aðeins um þetta, eins er nauðsynlegt að foreldrar hugsi aðeins um hvernig tölvunotkun og þá sérstaklega leikja og internet notkun hjá börnum/unglingum er háttað.
Held að mikilvægt sé að foreldrar fylgist vel með því hvaða leiki er verið að spila á heimilinu, sérstaklega ef börnin eru með tölvu í sínu herbergi. Það sama á við um netnotkun, held að besta ráðið sé það að börnin fái ekki að vera á netinu nema á tölvu sem er í "almenningi" það er þar sem aðrir ganga um. Það er ákveðin vörn í því að þau séu ekki að pukrast með eitthvað.
Svo eru líka til forrit sem fylgjast með netnotkun og eins er hægt að stilla sum þeirra þannig að þau banni ákveðin orð.
Mikilvægast er þó fræðsla umfram boð og bönn, foreldrar þurfa að setja sig inn í áhugamál barna sinna og þá hvað þau eru að gera á netinu. Ræða við þau um hvað sé hættulegt í samskiptum á netinu og hvernig eigi að "passa" sig þar. En geri mér grein fyrir því að almennt er sennilega ekki nægileg þekking hjá foreldrum á netinu og hættunum þar, því er svona herferð nauðsynleg.
Jákvæð og örugg netnotkun í stað eineltis og svívirðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.