Lækka hækka samráð
19.1.2007 | 08:31
Hvaða orð passar ekki við Olíufélögin eða svörtu mafíuna ? Júbb mikið rétt lækka er lykilorðið þarna. Virðist sem það sé tregðuvandamál þegar olíuverðið hríð lækkar erlendis en þá er sennilega bara enginn hjá þeim sem fylgist með. En ef verðið hækkar smá erlendis þá frétta þeir það um leið og náttlega hækkar verðið hérna strax. Bíð spenntur eftir því að Atlantsolia opni hérna í bænum og þá færi ég viðskiptin þanga, held að það ættu fleiri að gera. En við erum einhvern vegin svo vön að vera eins og lúbarðir hundar, bara brosum út í annað og bjóðum hinn vangann. Langlundargeðið er mikið og menn fljótir að gleyma - Allir til Atlantsoliu og sjáum hvort það opnist ekki fyrir fréttir af lækkunum erlendis til svörtu mafíunar.
Ekki líkur á lækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.