Á ráspól

Skrapp suður um helgina, sem er svo sem ekki til frásögu færandi. En maður tekur alltaf meira og meira eftir óþolinmæðini í innanbæjarumferðini, menn eru allta að reyna að ná ráspól á næstu ljósum.

Jú druslan er staðin slétt og oft á tíðum staðið í stórsvigi og bilið í næsta bíl haft svona já nálægt bíllengd - öllu til fórnað til að ná ráspól ef ekki þá betri stað en á síðustu ljósum. Ég man eftir því að það var einu sinni - svona seinnihluta síðustu aldar, hægt að keyra á jöfnum hraða frá Ártúnsbrekku og vestur á nes, á grænu ljósi. Nú er það vita vonlaust því allir eru að hamast við að eyða bensíni/olíu og menga sem mest bara til þess að geta mengað ennþá meira þegar menn standa á bremsuni og fínar aspest agnir dreyfast um allt úr bremsukerfunum.

Nenni ekki lengur að svekkja mig á saltdrulluni, náði nærri því að venjast henni þegar ég var í útlegð - en mikið var gott að koma heim í gærkveldi og hreinsa saltpækilinn af skónum og labba í brakandi snjó í frostinu.


mbl.is Þrír 18 ára ökumenn stöðvaðir á ofsahraða í borginni um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband