Ábyrgð stjórnenda

Aldeilis er uppi typpið á "lögfræðingastóðinu" þessa dagana, Baugsmálið og núna er oliufurstarnir alveg saklausir að þeirra mati. Því það hafi verið svo ílla staðið að rannskókn málsins, lögreglubílar hafi keyrt of nálægt gangstétt fyrirtækjana eða kanski ekki alveg. En sum rök sem þeir færa fyrir því að það eigi að fella málið niður eru alveg ótrúleg og særa réttarkennd manns. Þó hefur maður stundum gjóað augum á amerískar lögfræðingasápur í sjónvarpinu og séð þar svona, og  er alveg viss um að "lögfræðingstóðið" hérna heima hefur ekki misst af þætti.

Held að allur almenningur í landinu telji þegar fyrirtæki brýtur af sér þá hljóti stjórendur þess að bera ábyrgð, ef ekki hver þá ?

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum farsa næstu daga, og því miður grunar mann að peningarnir fái að ráða ferðinni einn einu sinni í bananalýðveldinu Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband