Penryn - við bíðum spennt

Já alltaf góðar fréttir þegar áfangi næst í hönnun á örgjörvum, sérstaklega núna eftir að Vista kom á markaðinn. Vista er hægvirkara á minni tölvu en XP-ið var, og verður fróðlegt að sjá hraðamælingar þegar nýi Penryn kemur. Gott að AMD er þarna líka, alveg nauðsynlegt að hafa fleiri en einn framleiðanda að örgjörvum.

Annars fyrst ég minnist á Vista þá er ég bara nokkuð ánægður með endanlegu útgáfuna, nema IE7 og Vista eru ekkert rosalega happy saman í tölvuni hjá mér. IE7 virkaði mun betur í XP-inu gamla, á það núna til að lokast bara í miðju browsi á neinnar sýnilegrar ástæðu. Svo nægir að opna marga glugga í IE7 til að láta hann gefast upp, gæti verið resource vesen en hef ekkert nennt að spá í því.


mbl.is Hraðvirkari tölvuörgjörvar væntanlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Friðgeir Björnsson

Ekkert verið að hrauna yfir Venna núna ;) Ég held að ég þurfi að fara að fjárfesta í lítilli svartri minnisblokk... með ætum blöðum

Bæðevei, bendi á alvöru bjarnarbloggið á http://bfrb.blogspot.com/ Ekki mikið virkara en moggabloggsóbermið, og þó.

Björn Friðgeir Björnsson, 28.1.2007 kl. 11:06

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

:) ég mæli með því að þú fáir þér Apple. Þar er öryggið sett á oddinn :)

Birgir Þór Bragason, 29.1.2007 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband