Nýtt afl = Frjálslyndi flokkurinn

Heyrði smá af viðtalið við Margréti Sverrisdóttir í útvarpi allra landsmanna ofh. áðan. Hún heldur því fram að Nýtt afl sé búið að taka yfir Frjálslynda flokkinn, eflaust hefur hún rétt fyrir sér. En mér finnst flokkinn hafa sett niður að hafa svona mikinn glundroða á landsfundinum og leyfa það að menn séu að skrá sig fram yfir fyrr auglýsitan kosningatíma. Tala nú ekki um að telja ekki upp úr öllum kjörkössum og eins að menn hafi fengið að kjósa á meðan ennþá stóð yfir skráning nýrra félaga. Þetta gæti allt eins verið nýr farsi hjá Leikfélagi Akureyar Smile

En stóri gallinn er hvað mig sjálfann áhrærir, mér var farið að lítast ágætlega á Frjálslynda flokkinn og mörg hans stefnumál, og álit mitt jókst þegar þeir þorðu að hefja umræðu um gengdarlausann innflutning á erlendu vinnuafli. Þeir náðu að mér fannst að dansa eftir línuni sem skilur að fordómalausa umræðu og fordóma.

En tvíeykið stóra Guðjón og Magnús virka nú ekki vel á mig og eins ef Nýtt afl er að taka flokkinn yfir þá er allt opið í því hvaða flokkur fær atkvæði mitt í vor.


mbl.is Kolbrún Stefánsdóttir kjörin ritari Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband