Og heimurinn mun ekki verða samur...

Held nú að það sé ekki rétt, Vista er ágætt svo langt sem það nær og á eflaust eftir að færa þeim Redmond mönnum klink í kassann. Verður gamnn að sjá hvernig almenningur og fyrirtæki taka nýja stýrikerfinu, hef svo sem ekki séð auglýsta miðnæturopnun í BT eða öðrum verslunum svo menn geti tryggt sér Vistað.

Hef keyrt betur í hálft ár eða svo með hléum og endanlegu útgáfuna frá því að diskarnir með Vista upgrade duttu inn um bréfalúguna frá Microsoft. Er bara sáttur og segi það sama um Office 2007, ansi vel heppnuð útlitsbreyting þar og spái ég því að fyrirtæki uppfæri meira í nýja Office pakkann en Vista.


mbl.is Almenn sala á Windows Vista hefst á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband