Sálfræði stríðið byrjað
30.1.2007 | 10:37
Danski þjálfarinn er byrjaður í sálfræði stríðinu, búa til svolítla grýlu úr okkar leikmönnum og hæla þeim aðeins til að gíra dönsku leikmennina upp og vonast sjálfsagt til að íslenska liðið gleypi þetta hrátt.
Maður er strax kominn með stress hnút í magann yfir leiknum og held ég að það verði ansi lítið um að vera á götum landsins þegar leikurinn fer fram. Eini gallinn að ég held að ég verði það stressaður að ég geti ekki horft á leikinn, þá er nú gott að eiga góða fjarstýringu til að flakka aðeins á milli stöðva - ÁFRAM ÍSLAND
HM: Ísland er með frábæra leikmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.